Enski boltinn

Boyd hetja nýliðanna gegn meisturunum | Sjáðu markið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Burnley-menn fagna.
Burnley-menn fagna. vísir/getty
George Boyd tryggði nýliðum Burnley sigur á stórliði Manchester City í síðasta leik dagsins í enska boltanum, en lokatölur 1-0 á Turf Moor í Burnley.

Markalaust var í hálfleik, en eins og við var búast voru gestirnir frá Manchester meira með boltann. Þeir náðu þó ekki að skapa sér mörg færi og leikurinn var í jafnvægi.

Á 61. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins. Englendingurinn George Boyd fékk þá boltann rétt fyrir utan teig eftir hornspyrnu og hamraði boltanum neðst í fjærhornið. Frábært skot og nýliðararnir komnir yfir.

Þeir náðu að verja forystuna með kjafti og klóm og Boyd reyndist því hetjan á Turf Moor. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Burnley í botnbaráttunni, en nú eru þeir einungis stigi frá öruggu sæti.

Manchester City er hins vegar í veseni. Þeir eru fimm stigum á eftir Chelsea sem á tvo leiki til góða. Arsenal er einungis einu stigi á eftir City og City einungis fengið tíu stig af átján mögulegum í síðustu sex leikjum.

1-0 Boyd:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×