Fótbolti

Bale þaggaði niður í baulinu

Bale hélt fyrir eyrun er hann skoraði. Skýr skilaboð um að hann þoli ekki baulið frá stuðningsmönnum Real.
Bale hélt fyrir eyrun er hann skoraði. Skýr skilaboð um að hann þoli ekki baulið frá stuðningsmönnum Real. vísir/getty
Gareth Bale sá um Levante í kvöld en Bale skoraði bæði mörk Real Madrid í 2-0 sigri á Levante.

Fyrra markið kom eftir átján mínútna leik en þá skoraði Bale með laglegu skoti innan úr teignum.

Bale fagnaði með því að halda fyrir eyrun á sér í ljósi þess að stuðningsmenn Real hafa verið duglegir að baula á liðið undanfarið. Sérstaklega hafa þeir baulað mikið á hann.

Hann bætti svo við öðru marki fyrir hlé þegar Cristiano Ronaldo skaut í hann og inn. Loksins hlutirnir að falla með honum á ný. Staðan 2-0 í hálfeik og Madrídingum mistókt að bæta við fleiri mörkum í þeim síðari. Lokatölur 2-0.

Eftir sigurinn er Real stigi á eftir Barcelona sem er á toppnum, en Levante er í átjánda sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×