Enski boltinn

Pellegrini blæs á sögusagnir um ósætti hjá Englandsmeisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. Vísir/Getty
Manuel Pellegrini, stjóri Manchester Cty, blæs á þær sögusagnir um að ósætti ríki í leikmannahóp Englandsmeistarana. Ensk götublöð hafa verið full af sögusögnum um að allt sé ekki með felldu í leikmannahópnum og leikmenn og þjálfarar rói ekki í sömu átt.

Tveir af leikmönnum City; Vincent Kompany og Fernandinho, eru sagðir hafa rifist heiftarlega í göngunum í hálfleik þegar liðið spilaði við Liverpool á dögunum. City tapaði leiknum 2-1. Pellegrini blæs þó á þessari sögusagnir.

„Þetta var eðlilegur hlutur, ekkert mikilvægt,” sagði Pellegrini og bætti við: „Ég held að það sé ekki mikilvægt að tala um hluti sem gerðust fyrir tuttugu dögum síðan. Það eru engin vandræði,” sagði Pellegrini við á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Burnley í dag.

„Það er eðlilegt að það séu rökræður milli manna í einum leik, en þegar liðið kom inn til búningsherbergja var ekkert vesen.”

„Ég þjálfa liðið á einn veg. Ég á ekki í neinum vandræðum með leikmennina. Það eru engin vandræði í klefanum svo ég hef ekki áhyggjur af því hvað fjölmiðlar hafa að segja,” sagði Pellegrini.

Pellegrini, sem hefur þjálfað meðal annars Real Madrid og Villareal, er með samning hjá City við 2016 og segist hann ætla klára samninginn: „Framtíð mín er einföld. Ég er með samning hér tli 2016 og ég mun klára hann. Ef ég get framlengt hann, mun ég framlengja hann.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×