Enski boltinn

Zaha skoraði og lenti illa á stönginni | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
Wilfried Zaha er búinn að koma Crystal Palace yfir gegn QPR í hádegisleiknum í enska boltanum. Zaha lenti heldur betur í hremmingum við að skora þetta mark.

Það voru 21. mínúta liðin þegar markið kom. Yannick Bolasie gaf laglega sendingu fyrir markið þar sem Zaha kom á fleygiferð og ýtti boltanum með hjálp Suk-Young Yun yfir línuna.

Við þessi átök lenti Zaha afar illa á stönginni, en hann er kominn inná á nýjan leik.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×