Enski boltinn

Rodgers rólegur yfir samningaviðræðum Sterling

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodgers glaðbeittur á æfingu.
Rodgers glaðbeittur á æfingu. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segist vera afar rólegur yfir því að Raheem Sterling sé ekki búinn að skrifa undir lengri samning við Bítlaborgarliðið. Núverandi samningur rennur út sumarið 2017.

„Það er ekkert nýtt að frétta, ég er mjög rólegur hvað varðar Sterling. Hann er ekki að fara neitt í flæmingi. Hann er enn með samning við okkur," sagði Rodgers á blaðamannafundi.

„Hann varð tvítugur í desember og hefur spilað 114 leiki, sem er óvenjulegt miðað við stærðina á klúbbnum."

„Hann hefur sagt það sjálfur að hann elski að vera hér. Mig minnir að hann hafi einnig sagt að þetta væri besti staðurinn fyrir unga leikmenn til að þróa sinn leik, svo það gerir mig rólegan," sagði Rodgers að lokum.

Liverpool er í fimmta sæti deildarinnar, en liðið spilar við Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea á mánudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×