Fótbolti

Ótrúlegt tap Arnars og félaga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar á þeim tíma þegar hann lék með Cercle.
Arnar á þeim tíma þegar hann lék með Cercle. vísir/getty
Ólafur Ingi Skúlason og Sverrir Ingi Ingason voru í byrjunarliði sinna liða í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arnar Þór Viðarsson og félagar töpuðu á ævintýralegan hátt.

Sverrir Ingi Ingason stóð allan tímann í vörn Lokeren í markalausu jafntefli gegn Waasland-Beveren. Lokeren endaði í áttunda sæti deildarinnar, en Beveren í því fjórtánda.

Ólafur Ingi Skúlason nældi sér í gult spjald í tapi Zulte-Waregem gegn Oostende, en lokatölur urðu 4-1 sigur Oostende. Zulte endar í tólfta sætinu, en Oostende í því tíunda.

Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans í Cercle Bruges töpuðu á ævintýralegan hátt gegn KV Mechelen í sömu deild, 3-2. Cercle var 2-0 yfir þegar 89. mínútur voru komnar á klukkuna, en KV Mechelen skoraði eitt mark á lokamínútu venjulegs leiktíma og tvö í uppbótartíma.

Cercle er í fimmtánda sætinu og er því á leið í umspil um laust sæti í efstu deild á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×