Enski boltinn

Poyet rekinn frá Sunderland

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gus Poyet er atvinnulaus.
Gus Poyet er atvinnulaus. vísir/getty
Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, hefur verið rekinn úr starfi, samkvæmt enskum miðlum.

Sunderland er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði, 4-0, fyrir Aston Villa um helgina, en Villa-liðið hefur varla getað keypt sér mark á tímabilinu.

Úrúgvæinn tók við Sunderland í október 2013 þegar Paulo Di Canio var látinn fara.

Dick Advocaat, fyrrverandi landsliðsþjálfari Rússlands og Belgíu, er sagður líklegur arftaki Poyets á leikvangi ljóssins.

Sunderland hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum liðsins í úrvalsdeildinni, en síðast lagði það nýliða Burnley 31. janúar.


Tengdar fréttir

Aston Villa rúllaði yfir Sunderland

Aston Villa skellti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag með fjórum mörkum gegn engu. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. WBA vann einnig, en þeir unnu Stoke og Leicester og Hull skildu jöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×