Enski boltinn

Slysamark Henderson sá fyrir sögulegum sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jordan Henderson fagnar marki sínu.
Jordan Henderson fagnar marki sínu. Vísir/Getty
Liverpool hélt uppteknum hætti í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Swansea á útivelli í kvöld. Eina mark leiksins skoraði Jordan Henderson á 68. mínútu og má sjá hér fyrir neðan.

Það var heppnisstimpill á marki Henderson sem fékk boltann í sig frá Jordi Amat sem renndi sér fyrir Henderson. Swansea hafði þó byrjað betur í leiknum en Simon Mignolet varði vel frá þeim Bafetimbi Gomis og landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni, sem var tekinn af velli skömmu fyrir leikslok.

Þetta var fimmti sigur Liverpool í röð í deildinni og sjötti útileikurinn í röð án þess að liðið fékk á sig mark. Það gerðist síðast árið 1972. Þetta var ekki besti leikur Liverpool á tímabilinu en liðið gerði nóg til að hirða öll stigin þrjú sem í boði voru.

Liverpool er nú í fimmta sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Manchester United, en liðin mætast einmitt á Anifeld-leikvanginum á sunnudag.

Jordan Henderson skoraði mark Liverpool í síðari hálfleik:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×