Enski boltinn

Þessa leiki eiga efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eftir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hlustaðu! Við eigum auðveldari leiki eftir.
Hlustaðu! Við eigum auðveldari leiki eftir. vísir/getty
Englandsmeistarar Manchester City, sem eru sex stigum á eftir Chelsea í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, virðast eiga auðveldustu leikjadagskrána sem eftir er í deildinni þegar horft er til fimm efstu liðanna.

Öll liðin nema Chelsea af þeim fimm efstu, sem berjast um Englandsmeistaratitilinn og sæti í Meistaradeildinni, eiga níu leiki eftir. Chelsea á tíu leiki eftir.

Manchester City á bara eftir að spila við Manchester United af liðunum í kringum sig, en á þó leiki eftir gegn Southampton og Tottenham sem eru enn inn í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Chelsea, Arsenal og Liverpool eiga öll eftir að mætast innbyrðis en Manchester United á eftir að spila við öll fjögur liðin í kringum sig.

Fyrsti stórleikurinn í þessari lokabaráttu er einmitt á sunnudaginn þegar Liverpool tekur á móti Manchester United í sex stiga slag um Meistaradeildarsæti.

United á svo eftir að mæta Manchester City og Chelsea með viku millibili áður en liðið mætir Arsenal í næst síðustu umferðinni. Lærisveinar Louis van Gaal þurfa því heldur betur að taka á því til að ná í Meistaradeildarsæti.

En hvaða lið standa best að vígi í sinni baráttu? Hér má sjá leikina sem fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni eiga eftir.

Chelsea:

Hull (ú)

Stoke (h)

QPR (ú)

Manchester United (h)

Arsenal (ú)

Leicester (ú)

Crystal Palace (h)

Liverpool (h)

West Brom (ú)

Sunderland (h)

Manchester City:

West Brom (h)

Crystal Palace (ú)

Manchester United (ú)

West Ham (h)

Aston Villa (h)

Tottenham (ú)

QPR (h)

Swansea (ú)

Southampton (h)

Arsenal:

Newcastle (ú)

Liverpool (h)

Burnley (ú)

Sunderland (h)

Chelsea (h)

Hull (ú)

Swansea (h)

Manchester United (ú)

West Brom (h)

Manchester United:

Liverpool (ú)

Aston Villa (ú)

Manchester City (h)

Chelsea (ú)

Everton (ú)

West Brom (h)

Crystal Palace (ú)

Arsenal (h)

Hull (ú)

Liverpool:

Manchester United (h)

Arsenal (ú)

Newcastle (h)

Hull (ú)

West Brom (ú)

QPR (h)

Chelsea (ú)

Crystal Palace (h)

Stoke (ú)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×