Enski boltinn

Rotherham enn í fallhættu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason.
Kári Árnason. Vísir/Getty
Kári Árnason sopilaði allan leikinn er Rotherham tapaði fyrir Nottingham Forest á útivelli, 2-0, í ensku B-deildinni í kvöld.

Rotherham er í 20. sæti deildarinnar og sex stigum frá fallsæti þegar átta umferðir eru eftir af keppnistímabilinu.

Nottingham Forest heldur í veika von um sæti í umspilskeppninni en liðið er í níunda sæti með 57 stig, átta stigum á eftir Brentford sem situr í sjötta sætinu.

Dexter Blackstock og Michail Antonio skoruðu mörk Nottingham Forest í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×