Aníta Hinriksdóttir setti nýtt Íslands- og Evrópumet í dag þegar hún tryggði sér með glæsibrag sæti í undanúrslitunum í 800 metra hlaupi kvenna á EM innanhúss í Prag.
Aníta kom í mark á 2:01.56 mínútum og sló metið sitt frá því febrúarbyrjun sem var 2:01.77 mínútur.
Aníta gaf þó ekki farið strax upp á hótel eftir hlaupið sitt því hún var tekin í lyfjapróf eftir hlaupið.
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, var að bíða eftir henni þegar Vísir heyrði í honum í dag.
Gunnar Páll segir að þau Aníta hafi fengið mikið af hamingjuóskum með Evrópumetið eftir hlaupið í dag.
Aníta var langyngst af keppendunum í 800 metra hlaupinu og því vakti árangur hennar mikla athygli enda aðeins hin rússneska Yekaterina Poistogova sem hljóp á betri tíma.
Aníta tekin í lyfjapróf eftir methlaupið sitt

Tengdar fréttir

Okkar fólk á EM í frjálsum í beinni á Vísi
Aníta Hinriksdóttir og þrír aðrir íslenskir keppendur verða í eldlínunni í dag á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Prag í Tékklandi.

Aníta gæti verið nálægt verðlaunapallinum í Prag
Aníta Hinriksdóttir hefur keppni í dag á sínu fjórða stórmóti fullorðinna. Þjálfarinn Gunnar Páll Jóakimsson er bjartsýnn á gengi hennar á EM í Prag og segir Anítu vera reynslunni ríkari frá fyrri stórmótum sínum.

Aníta með næstbesta tímann inn í undanúrslitin
Aníta Hinriksdóttir náði öðrum besta tímanum í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss.

Aníta með bæði Íslandsmet og Evrópumet unglinga
Aníta Hinriksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum í 800 metra hlaupi kvenna og setti í leiðinni bæði nýtt Íslandsmet og nýtt Evrópumet unglinga.