Sport

Okkar fólk á EM í frjálsum í beinni á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Vísir/Valli
Aníta Hinriksdóttir og þrír aðrir íslenskir keppendur verða í eldlínunni í dag á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem fram fer í Prag í Tékklandi.

Ísland hefur ekki átt svona marga keppendur á stórmóti í langan tíma en það eru alls sex íslenskir íþróttamenn sem munu reyna sig meðal þeirra bestu í Evrópu.

Fjögur af sex hefja keppni í dag en það eru þau Kolbeinn Höður Gunnarsson, Trausti Stefánsson, Hafdís Sigurðardóttir og Aníta Hinriksdóttir.

Undanrásir í 400 metra hlaupi karla hefjast kl. 10:40 að íslenskum tíma en þar keppa þeir Kolbeinn Höður og Trausti.

Hafdís Sigurðardóttir keppir í undankeppni í  langstökki kvenna klukkan 11:15 og undanrásir í 800 metra hlaupi kvenna hefjast klukkan 11:20 en þar hleypur Aníta, vonarstjarna Íslands á Evrópumótinu.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×