Enski boltinn

Kane: Enginn sem hengdi haus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane bjargaði stigi fyrir Tottenham þegar hann skoraði í uppbótartíma í leik liðanna á White Hart Lane í dag.

Kane fylgdi skoraði þá af stuttu færi eftir að Adrián, markvörður West Ham, varði vítaspyrnu hans. Þetta var 24. mark framherjans á tímabilinu en hann hefur heldur betur slegið í gegn með Tottenham í vetur. Markið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Kane kvaðst ánægður með baráttuhug leikmanna Tottenham sem lentu 0-2 undir í leik dagsins.

„Mér fannst við verðskulda jafnteflið, við sýndum mikinn styrk og karakter,“ sagði Kane.

„Frammistaðan í fyrri hálfleik var ekki góð en eftir að við lentum 0-2 undir byrjuðum við að spila betur. Það var enginn í okkar liði sem hengdi haus.

„Við vissum að það var hálftími eftir og ef við næðum að skora eitt mark myndi annað fylgja í kjölfarið. Við erum ánægðir með að hafa náð jafntefli,“ sagði Kane sem hefur skorað níu mörk á árinu 2015 í aðeins sex deildarleikjum.

Tottenham er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Eftir viku mæta Kane og félagar Chelsea í úrslitaleik deildarbikarsins á Wembley.


Tengdar fréttir

Koeman og Kane bestir í janúar

Framherji Tottenham og knattspyrnustjóri Southampton þóttu skara fram úr í janúarmánuði í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×