Enski boltinn

Messan: Af hverju ekki bara langir boltar í 90 mínútur?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
„Ef að þetta er auðveldasta leiðin til að skora mark, af hverju er þetta ekki spilað í 90 mínútur?“

Gunnleifur Gunnleifsson vakti athygli á leikstíl Manchester United lokamínúturnar í 2-1 tapinu gegn Swansea um helgina og spurði þessarar spurningar í Messunni á Stöð 2 Sport í gær.

United beitti ítrekað löngum sendingum fram á völlinn á lokakafla leiksins, yfirleitt á hinn hávaxna Marouane Fellaini, og vonaði það besta.

„Þetta hefur reynst besta leið Manchester United til að skora mörk í vetur,“ sagði Hjörvar Hafliðason og hann er hrifinn af því að lið beiti þessu vopni þegar þau eru búin að mála sig út í horn.

„Þetta er mjög góð pæling [hjá Gunnleifi],“ segir Hjörvar. „Það halda margir að frasinn „Hail Mary“ komi úr bandaríska fótboltanum [NFL], þar sem boltanum er grýtt fram eins langt og mögulegt er og vonað það besta.“

„En þetta kemur upphaflega úr enska boltanum. Það er einn langur fram í lokin og fá stóran mann til að „flicka“ [skalla boltann áfram] og svo hlaupa allir í kringum hann.“

„Þegar það er hálf mínúta eftir þá vil ég fá langan inn í teig. Ég vil ekki sjá eitthvað þríhyrningaspil þá.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×