Enski boltinn

Eigandi Leeds eldaði ofan í liðið fyrir sigurleikinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Massimo Cellino.
Massimo Cellino. Vísir/Getty
Leeds fagnaði langþráðum sigri í ensku b-deildinni í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á toppliði Bournemouth en þetta var fyrsti sigur liðsins í níu leikjum eða síðan 29. nóvember.

Lykilatriðið á bak við sigurinn var kannski síðasta máltíðin fyrir leikinn en hana eldaði ítalski eigandi félagsins Massimo Cellino.

Massimo Cellino má ekki hafa nein afskipti af rekstri Leeds fyrr en eftir 10. apríl eftir enska knattspyrnusambandið setti hann í bann.

„Það kemur auðvitað engum á óvart að það hafi verið pasta í matinn en þetta var alls ekki slæmt. Nýja hlutverkið hans verður kannski bara að vera kokkur liðsins," sagði þjálfarinn Neil Redfearn við BBC.

„Þetta var vel eldað pasta og öllum í liðinu fannst þetta gott hjá honum," sagði Redfearn.

Massimo Cellino er 58 ára gamall en hann vann á ítölskum matsölustað á námsárum sínum í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×