Aníta og Hafdís á stjörnuprýddu Stórmóti ÍR um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2015 14:32 Aníta Hinriksdóttir úr ÍR. Vísir/Vilhelm Nítjánda Stórmót ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina stefnir í að verða það fjölmennasta frá upphafi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Alls hafa 26 íslensk félög tilkynnt þátttöku á Stórmóti ÍR auk þriggja félaga frá Færeyjum. Flestir hafa keppendur verið 792 en það var árið 2013. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu keppa. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra hlaup og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR sem vantar 25 sentímetra upp á lágmark í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR í 60 metra hlaupi en hana vantar 7/100 úr sekúndu upp á lágmarkið og Hafdís er einnig mjög líkleg til að ná lágmarkinu í sömu grein. Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR stefna undir 48 sekúndurnar í 400 metra hlaupi og Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH berjast við 7,65 metra lágmark í langstökki. Þá mun tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppa í mörgum greinum en hann stórbætti sig um helgina í sjöþraut og er líklegur til að verða meðal þeirra fimmtán sjöþrautarmanna sem fá boð um að keppa á EM. Einar Daði gerir einnig atlögu að EM lágmarkinu í 60 metra grindahlaupi sem er 8,00 sekúndur en Einar á best 8,10 sekúndur. Þá má búast við að stangarstökkvarinn efnilegi Krister Blær Jónsson úr ÍR verði í sviðsljósinu en hann hefur ítrekað stokkið yfir fimm metrana á undanförnum mótum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira
Nítjánda Stórmót ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina stefnir í að verða það fjölmennasta frá upphafi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Alls hafa 26 íslensk félög tilkynnt þátttöku á Stórmóti ÍR auk þriggja félaga frá Færeyjum. Flestir hafa keppendur verið 792 en það var árið 2013. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu keppa. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra hlaup og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR sem vantar 25 sentímetra upp á lágmark í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR í 60 metra hlaupi en hana vantar 7/100 úr sekúndu upp á lágmarkið og Hafdís er einnig mjög líkleg til að ná lágmarkinu í sömu grein. Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR stefna undir 48 sekúndurnar í 400 metra hlaupi og Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH berjast við 7,65 metra lágmark í langstökki. Þá mun tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson úr ÍR keppa í mörgum greinum en hann stórbætti sig um helgina í sjöþraut og er líklegur til að verða meðal þeirra fimmtán sjöþrautarmanna sem fá boð um að keppa á EM. Einar Daði gerir einnig atlögu að EM lágmarkinu í 60 metra grindahlaupi sem er 8,00 sekúndur en Einar á best 8,10 sekúndur. Þá má búast við að stangarstökkvarinn efnilegi Krister Blær Jónsson úr ÍR verði í sviðsljósinu en hann hefur ítrekað stokkið yfir fimm metrana á undanförnum mótum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira