Björgunarsveitarmaður óttaðist um líf sitt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. janúar 2015 19:40 Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Björgunarsveitarmenn lentu í lífsháska í hlíðum Esjunnar í gærkvöldi þegar tvö snjóflóð féllu. Þeir voru að bjarga göngumanni úr sjálfheldu og slasaðist einn þeirra á fótum. Hann segist hafa óttast um líf sitt þegar flóð hreif hann með sér allt að áttatíu metra.Það var á sjötta tímanum í gær sem norskur göngumaður hafði samband við Neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Hann var sjálfheldu í Esjunni í vonskuveðri. Yfir eitt hundrað björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til leita að manninum. Fljótlega var ljóst að hann væri innst í Blikdal og héldu björgunarsveitarmenn þangað á snjósleðum. Þeirra á meðal þeir Guðmundur Óli Gunnarsson og Gísli Símonarson. Þeir komu snjósleðum sínum upp bratta hlíð og í um fimm hundruð metra fjarlægð frá staðnum þar sem talið var að maðurinn væri. Þaðan héldu þeir fótgangandi. Skömmu síðar féll snjóflóð sem hreif þá með sér tíu til fimmtán metra. Þeir sluppu ómeiddir. „Við þurfum að spyrja okkur ætlum við að halda áfram eða ætlum við að bara bakka út úr þessum aðstæðum. Við áttum tvö hundruð metra eftir í punktinn þar sem við töldum manninn vera, “ segir Guðmundur Óli Gunnarsson björgunarsveitarmaður. Þeir ákváðu því eftir smá umhugsun að halda áfram og fundu þeir manninn á staðnum þar sem talið var að hann væri „Hann var orðinn kaldur og hann sagðist aldrei hafa verið jafn glaður á ævi sinni eins og þegar að hann hitti okkur þarna,“ segir Guðmundur.Þeir fylgdu göngumanninum til félaga sinna og héldu svo aftur að snjósleðum sínum. Þá féll annað snjóflóð sem var mun stærra en það fyrra. „Allt í einu fer bara allt af stað, snjórinn af stað og allt í kringum okkur, við kútveltumst þarna niður einhverja fimmtíu kannski áttatíu metra,“ segir Guðmundur. Hann segir þá báða hafa sloppið nokkuð vel. Sjálfur brákaðist hann á fótum en Gísli slapp ómeiddur. Hann segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að lenda í snjóflóðinu og að hann hafi óttast um líf sitt um tíma. „Sú hugsun hjálpar manni ekki neitt þannig að maður bægði henna frá sér og reyndi að bara hugsa um að reyna einhvern veginn að koma sér lifandi frá þessu,“ segir Guðmundur Óli.Þeir segja mikilvægt að fólk skoði veðurspár áður en haldið er á Esjuna og hugi að útbúnaði. „ Það getur verið glampandi sól og gott veður úti og svo þegar þú ert í tveggja þriggja tíma fjallgöngu þá getur veðrið breyst mjög hratt,“ segir Gísli.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent