Lífið

Á uppleið: „Hér þurfa menn að gera betur en næsti maður“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
„Það hjálpar mér mikið félagslega í vinnunni að vera áhugamanneskja um fótbolta þar sem ég er meðal fárra kvenna sem þar vinna.“ Þetta segir Elísabet Guðrún Björnsdóttir, bankamaður hjá JP Morgan í London en sjálf spilaði hún lengi fótbolta og er forfallinn Tottenham aðdáandi. Við kynntumst Elísabetu í þættinum Á uppleið í umsjá Sindra Sindrasonar en þættirnir hófu göngu sína á Stöð 2 í gær, miðvikudag.

Næstu vikur verður fjallað um fleiri íslenskar konur á aldrinum 27-31 sem klifra nú hratt upp metorðastigann í London. Í kynningarskyni sýnum við fyrsta þáttinn hér á Vísi, en þættirnir eru á dagskrá Stöðvar 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×