Níu stig í 16 leikjum hjá Newcastle undir stjórn Carver Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2015 18:00 Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Newcastle undir stjórn John Carver. vísir/getty Ekkert hefur gengið hjá Newcastle United á undanförnum mánuðum eða allt síðan John Carver tók við liðinu af Alan Pardew. Pardew yfirgaf Newcastle og fór til Crystal Palace þegar tímabilið var nákvæmlega hálfnað. Þá var liðið í 10. sæti úrvalsdeildarinnar með 26 stig, mun nær Evrópusæti en fallsæti. Síðan hefur leiðin legið hratt niður á við. Í dag er Newcastle í 15. sæti deildarinnar með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Móralinn og aginn innan liðsins virðist vera í sögulegu lágmarki en tveir leikmenn Newcastle voru reknir út af í 3-0 tapinu gegn Leicester City á laugardaginn. Eftir leikinn sakaði Carver svo varnarmanninn Mike Williamson að hafa látið reka sig viljandi út af.Mike Williamson var rekinn út af gegn Leicester City á laugardaginn.vísir/gettyNewcastle hefur aðeins fengið níu stig í 16 leikjum undir stjórn Carver og tapað síðustu átta leikjum sínum. Hefði keppni í úrvalsdeildinni hafist um áramótin, þegar Carver tók við, væri Newcastle í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig, jafnmörg og nýliðar QPR. Newcastle hefur aðeins unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 11 af þeim 16 leikjum sem Carver hefur stýrt Skjórunum í. Markatalan er einnig hræðileg, eða 14-32. Liðið hefur m.ö.o. skorað minna en mark og fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í stjórnartíð Carvers.Staðan í úrvalsdeildinni hefði keppni hafist um áramótin.mynd/statto.comÞau 0,56 stig sem Newcastle hefur halað inn síðan Carver tók við er þó ekki versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar. Hann kemst raunar ekki inn á topp 10 samkvæmst lista sem tölfræðisíðan Opta tók saman. Samkvæmt listanum er Jimmy Gabriel versti knattspyrnustjóri í sögu úrvalsdeildarinnar en hann náði aðeins í eitt stig úr sjö leikjum - 0,14 stig að meðaltali í leik - þegar hann var bráðabirgðastjóri Everton tímabilið 1993-94. Næstur á blaði kemur Paul Jewell sem fékk aðeins fimm stig af 72 mögulegum þegar hann stýrði Derby County tímabilið 2007-08.Lista Opta má sjá í heild sinni hér að neðan.Versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar.mynd/opta Enski boltinn Tengdar fréttir Áttunda tap Newcastle í röð | Sjáðu mörkin Áttunda tap Newcastle í röð og þeir eru í bullandi vandræðum. Búnir að sogast í botnbaráttuna, en allt á uppleið hjá nýliðum Leicester. 2. maí 2015 13:30 Carver sakar Williamson um viljandi rautt spjald John Carver, stjóri Newcastle, sakar Ian Williamson, varnarmann liðsins, um að hafa látið reka sig útaf vísvitandi í leik liðsins gegn Leicester í dag. 2. maí 2015 15:09 Williamson neitar fyrir ásakanir Carver Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær. 3. maí 2015 13:30 Carver hræddur við stuðningsmenn Newcastle Það eru erfiðir dagar hjá stjóra Newcastle, John Carver, um þessar mundir og hann hefur nú beðið félagið um meiri vernd. 27. apríl 2015 12:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Ekkert hefur gengið hjá Newcastle United á undanförnum mánuðum eða allt síðan John Carver tók við liðinu af Alan Pardew. Pardew yfirgaf Newcastle og fór til Crystal Palace þegar tímabilið var nákvæmlega hálfnað. Þá var liðið í 10. sæti úrvalsdeildarinnar með 26 stig, mun nær Evrópusæti en fallsæti. Síðan hefur leiðin legið hratt niður á við. Í dag er Newcastle í 15. sæti deildarinnar með 35 stig, aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni. Móralinn og aginn innan liðsins virðist vera í sögulegu lágmarki en tveir leikmenn Newcastle voru reknir út af í 3-0 tapinu gegn Leicester City á laugardaginn. Eftir leikinn sakaði Carver svo varnarmanninn Mike Williamson að hafa látið reka sig viljandi út af.Mike Williamson var rekinn út af gegn Leicester City á laugardaginn.vísir/gettyNewcastle hefur aðeins fengið níu stig í 16 leikjum undir stjórn Carver og tapað síðustu átta leikjum sínum. Hefði keppni í úrvalsdeildinni hafist um áramótin, þegar Carver tók við, væri Newcastle í neðsta sæti deildarinnar með aðeins níu stig, jafnmörg og nýliðar QPR. Newcastle hefur aðeins unnið tvo leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 11 af þeim 16 leikjum sem Carver hefur stýrt Skjórunum í. Markatalan er einnig hræðileg, eða 14-32. Liðið hefur m.ö.o. skorað minna en mark og fengið á sig tvö mörk að meðaltali í leik í stjórnartíð Carvers.Staðan í úrvalsdeildinni hefði keppni hafist um áramótin.mynd/statto.comÞau 0,56 stig sem Newcastle hefur halað inn síðan Carver tók við er þó ekki versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar. Hann kemst raunar ekki inn á topp 10 samkvæmst lista sem tölfræðisíðan Opta tók saman. Samkvæmt listanum er Jimmy Gabriel versti knattspyrnustjóri í sögu úrvalsdeildarinnar en hann náði aðeins í eitt stig úr sjö leikjum - 0,14 stig að meðaltali í leik - þegar hann var bráðabirgðastjóri Everton tímabilið 1993-94. Næstur á blaði kemur Paul Jewell sem fékk aðeins fimm stig af 72 mögulegum þegar hann stýrði Derby County tímabilið 2007-08.Lista Opta má sjá í heild sinni hér að neðan.Versti árangur knattspyrnustjóra í sögu úrvalsdeildarinnar.mynd/opta
Enski boltinn Tengdar fréttir Áttunda tap Newcastle í röð | Sjáðu mörkin Áttunda tap Newcastle í röð og þeir eru í bullandi vandræðum. Búnir að sogast í botnbaráttuna, en allt á uppleið hjá nýliðum Leicester. 2. maí 2015 13:30 Carver sakar Williamson um viljandi rautt spjald John Carver, stjóri Newcastle, sakar Ian Williamson, varnarmann liðsins, um að hafa látið reka sig útaf vísvitandi í leik liðsins gegn Leicester í dag. 2. maí 2015 15:09 Williamson neitar fyrir ásakanir Carver Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær. 3. maí 2015 13:30 Carver hræddur við stuðningsmenn Newcastle Það eru erfiðir dagar hjá stjóra Newcastle, John Carver, um þessar mundir og hann hefur nú beðið félagið um meiri vernd. 27. apríl 2015 12:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Áttunda tap Newcastle í röð | Sjáðu mörkin Áttunda tap Newcastle í röð og þeir eru í bullandi vandræðum. Búnir að sogast í botnbaráttuna, en allt á uppleið hjá nýliðum Leicester. 2. maí 2015 13:30
Carver sakar Williamson um viljandi rautt spjald John Carver, stjóri Newcastle, sakar Ian Williamson, varnarmann liðsins, um að hafa látið reka sig útaf vísvitandi í leik liðsins gegn Leicester í dag. 2. maí 2015 15:09
Williamson neitar fyrir ásakanir Carver Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær. 3. maí 2015 13:30
Carver hræddur við stuðningsmenn Newcastle Það eru erfiðir dagar hjá stjóra Newcastle, John Carver, um þessar mundir og hann hefur nú beðið félagið um meiri vernd. 27. apríl 2015 12:30