Skortur á upplýsingum olli óvissu meðal íbúa á Völlum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 11. ágúst 2015 07:00 Svæðið sem var lokað. Umferð var bönnuð og fólki sagt að vera innandyra á Völlunum í Hafnarfirði meðan lögregla fékkst við þekktan ofbeldismann. Nokkrir íbúar í Vallahverfinu upplifðu mikla óvissu vegna upplýsingaskorts á meðan lögregluaðgerðir stóðu yfir í hverfinu á sunnudagskvöld. Fólk hafði áhyggjur af börnum og að vita ekki hvenær það kæmist heim til sín. „Það var þannig að lögregla hafði samband við okkur. Við ákváðum síðan að stíga aðeins inn í umræðuna á samfélagsmiðlum þar sem það var alls konar umræða í gangi og hræðsla kannski,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar. „Fólk var að fá misvísandi upplýsingar úr alls konar áttum. Okkur fannst mikilvægt að það kæmu upplýsingar frá einhverju opinberu batteríi.“ Af umræðunum á Facebook-síðu íbúa í Vallahverfinu að dæma upplifðu margir ákveðna óvissu í miðjum aðgerðum lögreglu í hverfinu síðastliðið sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags.Steinunn ÞorsteinsdóttirLögregla girti af svæði á Völlunum á sunnudagskvöld vegna manns sem hafði veist að lögregluþjónum og var með ólæti í íbúð sinni. Maðurinn sagðist vera vopnaður skotvopni. Lögreglumen gengu á milli húsa og báðu fólk um að halda sig innandyra. Fólki, sem var statt utan hverfisins, var meinaður aðgangur. Maðurinn var loks handtekinn á fyrsta tímanum aðfaranótt mánudags og var íbúum þá frjálst að snúa heim. Íbúar Vallahverfis halda úti hóp á Facebook þar sem umsátur lögreglunnar var skeggrætt. Þar lýstu íbúar meðal annars áhyggjum sínum af skorti á upplýsingum vegna lokunar í hverfinu. Á síðunni má meðal annars sjá að íbúar höfðu áhyggjur af börnum sem enn væru utandyra auk þess sem fólki fannst erfitt að vera meinaður aðgangur að hverfinu án þess að fá viðunandi skýringar á því. „Eftir samtal við [lögreglu] þá var ákveðið að setja upplýsingar inn á síðuna sem var kannski ekkert mikið meira en hafði komið fram áður, en maður upplifir það kannski að það rói umræðuna,“ segir Steinunn. Hún segir ávallt góða samvinnu milli bæjarins og viðbragðsaðila. „Við höfum átt mjög gott samstarf og það erum auðvitað við sem erum þessir aðilar sem eru í beinu sambandi við íbúana, þannig að það var mjög gott að fá þetta símtal frá þeim.“ Hún segir samfélagssíður íbúa góðan vettvang til þess að koma upplýsingum á framfæri og hún segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum frá viðbragðsaðilum til íbúa þegar tveir drengir lentu í lífshættu við Reykjadalsstíflu fyrr á árinu. Tengdar fréttir Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. 10. ágúst 2015 10:21 Sá handtekni hefur hafið afplánun vegna fyrri dóms Fangelsismálastofnun nýtti sér undanþágu. 10. ágúst 2015 20:40 Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Maðurinn kom ekki sjálfviljugur úr íbúðinni en veitti ekki mótspyrnu þegar lögreglan fór inn. 10. ágúst 2015 10:14 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Nokkrir íbúar í Vallahverfinu upplifðu mikla óvissu vegna upplýsingaskorts á meðan lögregluaðgerðir stóðu yfir í hverfinu á sunnudagskvöld. Fólk hafði áhyggjur af börnum og að vita ekki hvenær það kæmist heim til sín. „Það var þannig að lögregla hafði samband við okkur. Við ákváðum síðan að stíga aðeins inn í umræðuna á samfélagsmiðlum þar sem það var alls konar umræða í gangi og hræðsla kannski,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar. „Fólk var að fá misvísandi upplýsingar úr alls konar áttum. Okkur fannst mikilvægt að það kæmu upplýsingar frá einhverju opinberu batteríi.“ Af umræðunum á Facebook-síðu íbúa í Vallahverfinu að dæma upplifðu margir ákveðna óvissu í miðjum aðgerðum lögreglu í hverfinu síðastliðið sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags.Steinunn ÞorsteinsdóttirLögregla girti af svæði á Völlunum á sunnudagskvöld vegna manns sem hafði veist að lögregluþjónum og var með ólæti í íbúð sinni. Maðurinn sagðist vera vopnaður skotvopni. Lögreglumen gengu á milli húsa og báðu fólk um að halda sig innandyra. Fólki, sem var statt utan hverfisins, var meinaður aðgangur. Maðurinn var loks handtekinn á fyrsta tímanum aðfaranótt mánudags og var íbúum þá frjálst að snúa heim. Íbúar Vallahverfis halda úti hóp á Facebook þar sem umsátur lögreglunnar var skeggrætt. Þar lýstu íbúar meðal annars áhyggjum sínum af skorti á upplýsingum vegna lokunar í hverfinu. Á síðunni má meðal annars sjá að íbúar höfðu áhyggjur af börnum sem enn væru utandyra auk þess sem fólki fannst erfitt að vera meinaður aðgangur að hverfinu án þess að fá viðunandi skýringar á því. „Eftir samtal við [lögreglu] þá var ákveðið að setja upplýsingar inn á síðuna sem var kannski ekkert mikið meira en hafði komið fram áður, en maður upplifir það kannski að það rói umræðuna,“ segir Steinunn. Hún segir ávallt góða samvinnu milli bæjarins og viðbragðsaðila. „Við höfum átt mjög gott samstarf og það erum auðvitað við sem erum þessir aðilar sem eru í beinu sambandi við íbúana, þannig að það var mjög gott að fá þetta símtal frá þeim.“ Hún segir samfélagssíður íbúa góðan vettvang til þess að koma upplýsingum á framfæri og hún segir að vel hafi gengið að koma upplýsingum frá viðbragðsaðilum til íbúa þegar tveir drengir lentu í lífshættu við Reykjadalsstíflu fyrr á árinu.
Tengdar fréttir Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. 10. ágúst 2015 10:21 Sá handtekni hefur hafið afplánun vegna fyrri dóms Fangelsismálastofnun nýtti sér undanþágu. 10. ágúst 2015 20:40 Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Maðurinn kom ekki sjálfviljugur úr íbúðinni en veitti ekki mótspyrnu þegar lögreglan fór inn. 10. ágúst 2015 10:14 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. 10. ágúst 2015 10:21
Sá handtekni hefur hafið afplánun vegna fyrri dóms Fangelsismálastofnun nýtti sér undanþágu. 10. ágúst 2015 20:40
Maðurinn var vopnaður golfkylfu og hnífi Maðurinn kom ekki sjálfviljugur úr íbúðinni en veitti ekki mótspyrnu þegar lögreglan fór inn. 10. ágúst 2015 10:14