Segir mannréttindi fatlaðra ekki í forgangi hjá stjórnvöldum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Það að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur á Íslandi þýðir að erfiðara er fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Fréttablaðið/Valli Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið. Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Aðeins fjögur lönd í Evrópu eiga eftir að innleiða Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og er Ísland eitt af þeim ásamt Finnlandi, Írlandi og Hollandi. „Finnland er á lokametrunum og munu skila inn öllum gögnum til Sameinuðu þjóðanna í haust. Þá verður Ísland eitt af þremur löndum í Evrópu sem ekki hefur fullgilt hann,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalands Íslands, um stöðu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Nú hefur 151 land innleitt samninginn og 132 lönd fullgilt hann. Ísland tók þátt í undirritun samningsins árið 2007 en hefur ekki enn fullgilt samninginn. Öryrkjabandalagið berst nú fyrir því að Alþingi fullgildi samninginn á haustþingi sínu. „Það er alveg klárt mál að mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki í forgangi hjá stjórnvöldum. Þessari vinnu hefði átt að vera lokið fyrir löngu síðan,“ segir Ellen. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu. „Nú er Ísland á sama stað og Norður-Kórea hvað fullgildinu samningsins varðar. Okkur þykir það verulega einkennilegt, sérstaklega miðað við hvað við erum með umfangslitla stjórnsýslu,“ segir Ellen og bætir við að innanríkisráðuneytið beri fulla ábyrgð á töfunum. Ráðherra innanríkismála hafi umsjón með fullgildingu samningsins og virðist innleiðingarferlið taka heila eilífð. „Staðan er þannig að það er verið að vinna að endurskoðun laga um málefni fatlaðs fólks og laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú vinna hefur líka tekið allt of langan tíma og í raun mun lengri tíma en við gerðum ráð fyrir,“ segir Ellen og bætir við að stjórnvöld telji að það þurfi að fara fram endurskoðun á íslenskum lögum svo hægt sé að fullgilda samninginn. Ellen getur þess að fyrrverandi innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hafi síðastliðið haust sagt að hún ætlaði að leggja fram frumvarp á vorþingi 2015 um lögfestingu samningsins. „Lögfesting er auðvitað það sem við viljum fyrst og fremst sjá en mér skilst að það sé þannig að ætlunin sé ekki sú að lögfesta hann heldur að fullgilda hann. Við skorum á stjórnvöld að gera það á haustþinginu,“ segir Ellen. Það að samningurinn hafi hvorki verið lögfestur né innleiddur þýðir að erfiðara verður fyrir fólk að sækja rétt sinn til dómstóla á grundvelli samningsins. Ellen segir að fatlað fólk finni fyrir óteljandi hindrunum í daglegu lífi sem stangist á við samninginn. „Til dæmis túlkaþjónustan. Fólk fær túlk til læknisheimsókna en ekki í félagslífi, svo sem í sinni eigin útskriftarathöfn. Einnig eru mörg dæmi um að ferðaþjónustu fatlaðra sé ábótavant, sérstaklega á landsbyggðinni,“ segir Ellen. „Það er skiljanlegt að mönnum þyki það ganga hægt en það er verið að vinna í málunum. Alþingi samþykkti breytingar á lögræðislögum í vor og var það stórt skref í rétta átt,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarkona innanríkisráðherra, um málið.
Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira