Nýtt lag og myndband frá Emmsjé Gauta: "Ómar Ragnarsson er svo nettur náungi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2015 14:02 Línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sýnir lipra takta í myndbandinu Mynd/Skjáskot Rapparinn Emmsjé Gauti hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Ómar Ragnarsson. Því fylgir glænýtt myndband þar sem sjá má Ingunni Hlín Björgvinsdóttir, línudansara á níræðisaldri, sýna glæsilega takta á dansgólfinu. Óneitanlega velta sumir því fyrir sér afhverju lagið heitir Ómar Ragnarsson en skýringin á bak við það er ósköp einföld. „Pælingin á bak við þetta er að maður þarf að lifa hátt, fljúga í gegnum lífið og njóta þess, alveg eins og Ómar Ragnarsson,“ útskýrir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. „Svo er hann bara svo nettur náungi að það er um að gera að heiðra hann.“ Myndbandið er unnið í samvinnu við Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki og er leikstýrt af Frey Árnasyni og Hauki Karlssyni en Emmsjé Gauti segir að hugmyndin með línudansinum hafi komið frá þeim. „Þeir höfðu horft á línudansmyndband á YouTube vegna vinnunar sinnar og ákvaðu að þeir urðu að koma þessu fyrir í einhverju tónlistarmynbandi. Þeir heyrðu svo í mér og spurðu hvort ég væri ekki með eitthvað lag sem mætti gera myndband við.“ Það er línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sem sýnir lipra takta í myndbandinu en þegar Emmsjé Gauti og leikstjórarnir fóru á stúfana í leit að línudansara bentu allir á hana. „Við töluðum við íþróttafélag og félagssamtök og nafnið hennar poppaði alltaf upp. Hún var til í þetta og var alveg frábær.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en það er eins og áður sagði í leikstjórn Freys Árnasonar og Hauks Karlssonar. Kári Jóhannsson sá um grafík og Dana Rún Hákonardóttir var stílisti. Tónlist Tengdar fréttir Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00 Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Ómar Ragnarsson. Því fylgir glænýtt myndband þar sem sjá má Ingunni Hlín Björgvinsdóttir, línudansara á níræðisaldri, sýna glæsilega takta á dansgólfinu. Óneitanlega velta sumir því fyrir sér afhverju lagið heitir Ómar Ragnarsson en skýringin á bak við það er ósköp einföld. „Pælingin á bak við þetta er að maður þarf að lifa hátt, fljúga í gegnum lífið og njóta þess, alveg eins og Ómar Ragnarsson,“ útskýrir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. „Svo er hann bara svo nettur náungi að það er um að gera að heiðra hann.“ Myndbandið er unnið í samvinnu við Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki og er leikstýrt af Frey Árnasyni og Hauki Karlssyni en Emmsjé Gauti segir að hugmyndin með línudansinum hafi komið frá þeim. „Þeir höfðu horft á línudansmyndband á YouTube vegna vinnunar sinnar og ákvaðu að þeir urðu að koma þessu fyrir í einhverju tónlistarmynbandi. Þeir heyrðu svo í mér og spurðu hvort ég væri ekki með eitthvað lag sem mætti gera myndband við.“ Það er línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sem sýnir lipra takta í myndbandinu en þegar Emmsjé Gauti og leikstjórarnir fóru á stúfana í leit að línudansara bentu allir á hana. „Við töluðum við íþróttafélag og félagssamtök og nafnið hennar poppaði alltaf upp. Hún var til í þetta og var alveg frábær.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en það er eins og áður sagði í leikstjórn Freys Árnasonar og Hauks Karlssonar. Kári Jóhannsson sá um grafík og Dana Rún Hákonardóttir var stílisti.
Tónlist Tengdar fréttir Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00 Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00
Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00