Fótbolti

Neymar vill fá frið frá skattinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Faðir Neymar, brasilísku stjörnunnar hjá Barcelona, segir að hann vilji fá fullvissu um að sonur hans fái frið frá skattayfirvöldum á Spáni áður en hann framlengir samning sinn við Barcelona.

Núverandi samningur Neymar rennur út árið 2018 en viðræður um nýjan samning eru þegar hafnar.

„En það eru enn ýmis mál sem valda okkur áhyggjum og þau þarf að leysa,“ sagði Neymar eldri í samtali við spænska sjónvarpsstöð.

„Síðan við komum til Spánar höfum við verið ofsóttir af skattayfirvöldum og það hefur meira að segja teygt anga sína til Brasilíu. Við höfum þurft að verja okkur fyrir ásökunum þeirra í tvö og hálft ár.“

Barcelona hefur verið sakað um að svindla á skattinum þegar félagið keypti Barcelona frá Santos árið 2013. Að kaupverðið hafi verið hærra en uppgefið verð og því hafi félagið greitt minni skatt en það átti að gera. Enn á eftir að rétta í málinu.

„Við eigum ekki að þurfa að þola svona óvissu varðandi skatinn okkar. Þetta er ekki auðvelt því það er sótt að okkur úr öllum áttum - frá Spáni og Brasilíu,“ sagði faðirinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×