Enski boltinn

Stones nú orðaður við Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stones í landsleik Englands og Frakklands.
Stones í landsleik Englands og Frakklands. Vísir/Getty
John Stones er eftirsóttur af mörgum af stærstu liðum Evrópu ef marka má fréttir ensku blaðanna í dag. Stones er nú orðaður við spænska stórveldið Barcelona.

Félagið mun hafa verið með útsendara á leik Englands og Frakklands í vikunni til að fylgjast með Stones en ekki framherjanum Jamie Vardy, sem hafði áður verið orðaður við Barcelona í slúðurpressunni á Spáni og Englandi.

Sjá einnig: Rio segir að Stones eigi miklu frekar að fara til United en Chelsea

Þá vakti það athygli að Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, stillti Stones upp í þriggja manna varnarlínu í heimsúrvali sem hann valid fyrir viðtal sem birtist í Telegraph í síðustu viku. Pique setti sjálfan sig í vörn liðsins, ásamt Sergio Ramos hjá Real Madrid og Stones.

Í leik með Everton.Vísir/Getty
Fulltrú nýrrar kynslóðar

„Hann er virkilega, virkilega góður leikmaður. Hann mun eiga góðan feril,“ sagði Pique í umræddu viðtali. „Hann er fulltrúi nýrrar kynslóðar sem hefur betri skilning á fótbolta en bara frá sjónarhóli varnarmanns.“

Chelsea reyndi af fremsta megni að kaupa Stones í sumar en Everton neitaði að selja. Þá hefur hann einnig verið orðaður við Manchester United en samkvæmt enskum fjölmiðlum vill Everton fá minnst 40 milljónir punda fyrir kappann.

Sjá einnig: John Stone óskar eftir því að verða seldur

Stones lagði sjálfur inn félagaskiptabeiðni í lok sumars en það breytti engu um afstöðu Everton. Stones hefur spilað vel í haust og segist vera ánægður í herbúðum Everton.


Tengdar fréttir

John Stones óskar eftir því að vera seldur

John Stones, miðvörður Everton, hefur lagt fram formlega ósk til félagsins um að vera seldur en Chelsea hefur sýnt þessum efnilega varnarmanni mikinn áhuga síðustu vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×