Fótbolti

Sara og félagar flugu í átta liða úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir. vísir/getty
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir er komin í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar með liði sínu, Rosengård.

Rosengård vann seinni leikinn gegn ítalska liðinu Verona í kvöld 5-1 og rimmuna 8-2 samtals.

Hin ótrúlega Marta skoraði þrennu fyrir Rosengård í leiknum.

Sara Björk var sem fyrr í liði Rosengård en fór af velli tíu mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×