Afrakstur af starfsemi síðustu ára í Hafnarborg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 09:45 Eiríkur á langan feril að baki og breytti um stíl í takt við tíðarandann. Vísir/Arnþór Birgisson Eiríkur Smith listmálari varð níræður á árinu. Hann tók þá ákvörðun að leggja penslana á hilluna árið 2008, í kjölfar veikinda en eftir hann liggur gríðarlegur fjöldi verka og rúmlega 400 þeirra eru varðveitt í Hafnarborg, menningar-og listamiðstöð Hafnarfjarðar. „Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ sagði hann á níræðisafmælinu í ágúst. Sýningin Á eintali við tilveruna sem opnuð er í dag klukkan 15 er samsett úr myndum Eiríks frá tímabilinu 1983 til 2008 og er lokasýningin í fimm sýninga röð. Ólöf Sigurðardóttir sýningarstjóri segir þá röð hafa verið vissan kjarna í starfsemi Hafnarborgar frá árinu 2010, en hún stýrði þeirri menningarstofnun þar til í maí á þessu ári er hún gerðist safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.„Ég er afar ánægð að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði,“ segir Ólöf sem er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en stýrði áður Hafnarborg.Mynd/anton Brink„Ég hef ánægju af að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og ekki síður bókinni sem Hafnarborg gefur út í dag um hann Eirík,“ segir hún og lýsir bókinni nánar. „Þetta er 200 síðna bók og henni er skipt upp í kafla eftir sýningunum fimm og myndefnið tengist þeim eins og þeim var raðað upp. Textar um hvert tímabil fyrir sig eru eftir mig og einnig er grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing. Síðan er æviágrip Eiríks sem starfaði að list sinni allan seinni hluta 20. aldar og fram á þá 21. Æviágripið er unnið af tveimur ungum listfræðingum, Aldísi Arnardóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, og er jafnframt skemmtilegt innlit í íslenska listasögu því auk þess að lýsa ævi Eiríks kemur fram hverjir voru með honum í skóla, með hverjum hann var að sýna og svo framvegis.“ Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður boðið upp á sýningarstjóraspjall í Hafnarborg í tengslum við sýninguna. Myndlist Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eiríkur Smith listmálari varð níræður á árinu. Hann tók þá ákvörðun að leggja penslana á hilluna árið 2008, í kjölfar veikinda en eftir hann liggur gríðarlegur fjöldi verka og rúmlega 400 þeirra eru varðveitt í Hafnarborg, menningar-og listamiðstöð Hafnarfjarðar. „Ég var fyrst í landslagsmálun, fór svo yfir í abstrakt en sótti í landslagið aftur,“ sagði hann á níræðisafmælinu í ágúst. Sýningin Á eintali við tilveruna sem opnuð er í dag klukkan 15 er samsett úr myndum Eiríks frá tímabilinu 1983 til 2008 og er lokasýningin í fimm sýninga röð. Ólöf Sigurðardóttir sýningarstjóri segir þá röð hafa verið vissan kjarna í starfsemi Hafnarborgar frá árinu 2010, en hún stýrði þeirri menningarstofnun þar til í maí á þessu ári er hún gerðist safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.„Ég er afar ánægð að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði,“ segir Ólöf sem er safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en stýrði áður Hafnarborg.Mynd/anton Brink„Ég hef ánægju af að fá að fylgja þessu verkefni úr hlaði og ekki síður bókinni sem Hafnarborg gefur út í dag um hann Eirík,“ segir hún og lýsir bókinni nánar. „Þetta er 200 síðna bók og henni er skipt upp í kafla eftir sýningunum fimm og myndefnið tengist þeim eins og þeim var raðað upp. Textar um hvert tímabil fyrir sig eru eftir mig og einnig er grein eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing. Síðan er æviágrip Eiríks sem starfaði að list sinni allan seinni hluta 20. aldar og fram á þá 21. Æviágripið er unnið af tveimur ungum listfræðingum, Aldísi Arnardóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, og er jafnframt skemmtilegt innlit í íslenska listasögu því auk þess að lýsa ævi Eiríks kemur fram hverjir voru með honum í skóla, með hverjum hann var að sýna og svo framvegis.“ Á morgun, sunnudag, klukkan 15 verður boðið upp á sýningarstjóraspjall í Hafnarborg í tengslum við sýninguna.
Myndlist Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira