Guardian telur mynd Baltasars líklega til að fá Óskarstilnefningar Bjarki Ármannsson skrifar 21. júlí 2015 21:36 Everest, væntanleg kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er meðal þeirra fjörutíu kvikmynda sem breska blaðið The Guardian telur líklegar til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Myndin er byggð á metsölubókinni Into Thin Air eftir fjallgöngumanninn Jon Krakauer og fjallar um skelfilegt slys sem átti sér stað á Everestfjalli árið 1996 þegar átta manns fórust. Everest var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og í grein Guardian er bent á það að síðustu tvær opnunarmyndir þeirrar hátíðar, Gravity og Birdman, uppskáru ríkulega á verðlaunahátíðum í kjölfarið. Segir jafnframt í greininni að Everest myndi líklegast hljóta tilnefningar í flokkunum besta kvikmyndin, besta leikstjórn eða fyrir besta leik í aukahlutverki. Eins og fram hefur komið er leikhópurinn í myndinni ekki af verri endanum, en Josh Brolin, Keira Knightley og Jake Gyllenhaal eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í henni. Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar Áður höfðu myndirnar Gravity og Birdman opnað hátíðina. 8. júlí 2015 12:57 Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31 Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Everest, væntanleg kvikmynd leikstjórans Baltasars Kormáks, er meðal þeirra fjörutíu kvikmynda sem breska blaðið The Guardian telur líklegar til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna á næsta ári. Myndin er byggð á metsölubókinni Into Thin Air eftir fjallgöngumanninn Jon Krakauer og fjallar um skelfilegt slys sem átti sér stað á Everestfjalli árið 1996 þegar átta manns fórust. Everest var opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í ár og í grein Guardian er bent á það að síðustu tvær opnunarmyndir þeirrar hátíðar, Gravity og Birdman, uppskáru ríkulega á verðlaunahátíðum í kjölfarið. Segir jafnframt í greininni að Everest myndi líklegast hljóta tilnefningar í flokkunum besta kvikmyndin, besta leikstjórn eða fyrir besta leik í aukahlutverki. Eins og fram hefur komið er leikhópurinn í myndinni ekki af verri endanum, en Josh Brolin, Keira Knightley og Jake Gyllenhaal eru meðal þeirra sem fara með hlutverk í henni.
Tengdar fréttir Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00 Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar Áður höfðu myndirnar Gravity og Birdman opnað hátíðina. 8. júlí 2015 12:57 Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31 Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Baltasar Kormákur: „Kominn tími til að huga betur að konunni og börnunum” Verðlaunin komu honum í opna skjöldu að eigin sögn, en hann var á dögunum krýndur kvikmyndagerðarmaður ársins á alþjóðlegri samkomu. 22. apríl 2015 08:00
Everest verður opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar Áður höfðu myndirnar Gravity og Birdman opnað hátíðina. 8. júlí 2015 12:57
Sjáðu fyrsta sýnishornið úr Everest eftir Baltasar Ný mynd Baltasars Kormáks, Everest, verður frumsýnd í september en nú má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni. 4. júní 2015 15:31
Tryggja sér dreifingarétt á mynd Baltasars á heimsvísu The Oath segir frá lækni sem missir tök á lífi sínu eftir að dóttir hans byrjar með glæpamanni. 8. maí 2015 15:42