Enski boltinn

Lamela í viðræðum við Inter

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Lamela á Englandi.
Hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp hjá Lamela á Englandi. Vísir/Getty
Faðir argentínska kantmannsins Erik Lamela, staðfesti við ítalska fjölmiðla í gær, að sonur hans væri í viðræðum við ítalska félagið Inter Milan um vistarskipti.

Miklar væntingar voru gerðar til Lamela þegar Tottenham greiddi Roma rúmlega þrjátíu milljónir punda fyrir hann fyrir tveimur árum. Er það enn í dag metupphæð sem Tottenham hefur greitt fyrir einn leikmann.

Lamela tókst hinsvegar ekki að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans hjá Tottenham en hann lék aðeins níu leiki í ensku úrvalsdeildinni á fyrra tímabili sínu hjá félaginu, þar af aðeins þrjá í byrjunarliði. Lék hann alls 33 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en skoraði aðeins tvö mörk.

Samkvæmt heimildum ítalska miðilsins er áhugi af hálfu beggja félaga að ná samkomulagi en Inter getur ekki greitt uppsett verð sem Tottenham vonast til að fá fyrir þjónustu hins 23 ára Lamela.

„Við erum í viðræðum við Inter, þeir hafa mikinn áhuga á Erik og sömuleiðis er áhugi á okkar hlið að hann gangi til liðs við félagið. Ítalksi boltinn hentar honum líklegast betur, honum leið vel þessi tvö ár sem hann var hjá Roma.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×