Slóð tékknesku feðganna: Stálu peningum, veski og tækjum fyrir um 800 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2015 10:42 Feðgarnir, sem eru 43 og 22 ára gamlir, hafa ekki verið búsettir hér á landi né nokkur önnur tengsl við landið. Vísir Tékkneskir feðgar voru í gær dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir röð þjófnaða og innbrot á landinu fyrr í mánuðinum. Feðgarnir, sem eru 43 og 22 ára, hafa hvorki verið búsettir hér á landi né hafa þeir nokkur önnur tengsl við landið. Þeir játuðu báðir skýlaust þau brot sem þeim var gefið að sök í ákærunni.Stálu tölvum og peningum úr sumarhúsiÍ dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að feðgarnir hafi í sameiningu farið í heimildarleysi inn í sumarhús í Helgafellssveit á Snæfellsnesi þann 7. ágúst og stolið þaðan MacBook Air tölvu og Ipad spjaldtölvu að verðmæti um 395 þúsund krónur. Þá hafi þeir stolið 200 evrum í peningum. Degi síðar fóru mennirnir inn í verslunina Húnabúð á Blönduósi og stálu um 49 þúsund krónum úr búðarkassa og veski að verðmæti 29 þúsund krónur. Í veskinu var einnig að finna 23 þúsund krónur, auk persónulegra muna, korta og skilríkja.Líkt og fram kom í fyrri frétt Vísis um brot mannanna beittu mennirnir þeirri aðferð að yngri maðurinn hélt afgreiðslufólki uppteknu með því að ræða lengi við það um möguleg peysukaup á meðan sá eldri lét greipar sópa. Beittu þeir svipaðri aðferð í ferð sinni um landið.Húnabúð á Blönduósi.Mynd/HúnabúðBlönduós, Akureyri og EskifjörðurFeðgarnir héldu svo ferð sinni áfram og síðar sama dag, 8. ágúst, fóru þeir inn í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og stálu þaðan tveimur Samsung S5 snjallsímum, samtals að verðmæti 169.800 krónur. Tveimur dögum síðar fóru mennirnir inn í verslunina Flóru við Hafnarstræti á Akureyri og stálu þaðan 21 þúsund krónur úr búðarkassa, auk 10 þúsund króna úr handtösku í eldhúsi verslunarinnar. Daginn eftir, þriðjudaginn 11. ágúst, fóru feðgarnir svo inn í verslunina Samkaup Strax á Eskifirði þar sem þeir stálu 45 þúsund krónum úr búðarkassa. Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en fékk upplýsingar um útlit annars mannsins og ökutæki sem sem leiddu til handtöku mannanna eftir að lögreglan á Suðurlandi setti upp vegatálma á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði síðar þennan sama þriðjudag. Degi síðar voru mennirnir úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald.Una dómnumDómur féll í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Í málinu komu jafnframt fram bótakröfur frá eigenda sumarhússins og rekstraraðilum tveggja verslana sem feðgarnir voru dæmdir til að greiða. Um var að ræða endurgreiðslu á þeim fjármunum sem var stolið. Líkt og áður segir voru mennirnir dæmdir í þriggja mánaða fangelsi. Þeir þurfa þó ekki að sitja inni brjóti þeir ekki af sér á næstu þremur árum. Feðgarnir þurfa að greiða málsvarnarlaun fyrir verjendur sína og ferðakostnað þeirra. Lögmaður eldri mannsins segir í samtali við Vísi að feðgarnir muni báðir una dómnum. Tengdar fréttir Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10 Feðgarnir hlutu þriggja mánaða dóma Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag feðga fyrir röð þjófnaða og innbrota á landinu fyrr í sumar. 25. ágúst 2015 16:39 Flagararnir eru feðgar: Grunaðir um sex þjófnaði og verða í einangrun í tvær vikur Neita að tjá sig en sumir þjófnaðir þeirra náðust á öryggismyndavél. 18. ágúst 2015 17:10 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Tékkneskir feðgar voru í gær dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir röð þjófnaða og innbrot á landinu fyrr í mánuðinum. Feðgarnir, sem eru 43 og 22 ára, hafa hvorki verið búsettir hér á landi né hafa þeir nokkur önnur tengsl við landið. Þeir játuðu báðir skýlaust þau brot sem þeim var gefið að sök í ákærunni.Stálu tölvum og peningum úr sumarhúsiÍ dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að feðgarnir hafi í sameiningu farið í heimildarleysi inn í sumarhús í Helgafellssveit á Snæfellsnesi þann 7. ágúst og stolið þaðan MacBook Air tölvu og Ipad spjaldtölvu að verðmæti um 395 þúsund krónur. Þá hafi þeir stolið 200 evrum í peningum. Degi síðar fóru mennirnir inn í verslunina Húnabúð á Blönduósi og stálu um 49 þúsund krónum úr búðarkassa og veski að verðmæti 29 þúsund krónur. Í veskinu var einnig að finna 23 þúsund krónur, auk persónulegra muna, korta og skilríkja.Líkt og fram kom í fyrri frétt Vísis um brot mannanna beittu mennirnir þeirri aðferð að yngri maðurinn hélt afgreiðslufólki uppteknu með því að ræða lengi við það um möguleg peysukaup á meðan sá eldri lét greipar sópa. Beittu þeir svipaðri aðferð í ferð sinni um landið.Húnabúð á Blönduósi.Mynd/HúnabúðBlönduós, Akureyri og EskifjörðurFeðgarnir héldu svo ferð sinni áfram og síðar sama dag, 8. ágúst, fóru þeir inn í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og stálu þaðan tveimur Samsung S5 snjallsímum, samtals að verðmæti 169.800 krónur. Tveimur dögum síðar fóru mennirnir inn í verslunina Flóru við Hafnarstræti á Akureyri og stálu þaðan 21 þúsund krónur úr búðarkassa, auk 10 þúsund króna úr handtösku í eldhúsi verslunarinnar. Daginn eftir, þriðjudaginn 11. ágúst, fóru feðgarnir svo inn í verslunina Samkaup Strax á Eskifirði þar sem þeir stálu 45 þúsund krónum úr búðarkassa. Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en fékk upplýsingar um útlit annars mannsins og ökutæki sem sem leiddu til handtöku mannanna eftir að lögreglan á Suðurlandi setti upp vegatálma á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði síðar þennan sama þriðjudag. Degi síðar voru mennirnir úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald.Una dómnumDómur féll í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Í málinu komu jafnframt fram bótakröfur frá eigenda sumarhússins og rekstraraðilum tveggja verslana sem feðgarnir voru dæmdir til að greiða. Um var að ræða endurgreiðslu á þeim fjármunum sem var stolið. Líkt og áður segir voru mennirnir dæmdir í þriggja mánaða fangelsi. Þeir þurfa þó ekki að sitja inni brjóti þeir ekki af sér á næstu þremur árum. Feðgarnir þurfa að greiða málsvarnarlaun fyrir verjendur sína og ferðakostnað þeirra. Lögmaður eldri mannsins segir í samtali við Vísi að feðgarnir muni báðir una dómnum.
Tengdar fréttir Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10 Feðgarnir hlutu þriggja mánaða dóma Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag feðga fyrir röð þjófnaða og innbrota á landinu fyrr í sumar. 25. ágúst 2015 16:39 Flagararnir eru feðgar: Grunaðir um sex þjófnaði og verða í einangrun í tvær vikur Neita að tjá sig en sumir þjófnaðir þeirra náðust á öryggismyndavél. 18. ágúst 2015 17:10 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10
Feðgarnir hlutu þriggja mánaða dóma Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag feðga fyrir röð þjófnaða og innbrota á landinu fyrr í sumar. 25. ágúst 2015 16:39
Flagararnir eru feðgar: Grunaðir um sex þjófnaði og verða í einangrun í tvær vikur Neita að tjá sig en sumir þjófnaðir þeirra náðust á öryggismyndavél. 18. ágúst 2015 17:10