Innlent

Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mennirnir voru handteknir við Höfn í Hornafirði.
Mennirnir voru handteknir við Höfn í Hornafirði. Vísir/Pjetur Sigurðsson
Tveir erlendir karlmenn voru handteknir í nágrenni Hafnar í Hornafirði í dag. Eru þetta sömu menn og eru grunaður um þjófnað úr Húnabúð á Blönduósi á sl. helgi. Jafnframt er verið að skoða svipuð mál frá Sauðárkróki og Eskifirði sem mennirnir eru taldir tengjast.

Á Blönduósi ræddi annar maðurinn lengi við eiganda búðarinnar um peysukaup á meðan félagi hans teygði sig í búðarkassa og hnuplaði þaðan fjármunum auk þess sem að hann tók veski eigandans. Að sögn Jónasar Wilhelmssonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, var svipuðum aðferðum beitt á Sauðarkróki og á Eskifirði í dag og passaði lýsing á þjófnum við annan þeirra sem lá undir grun vegna fyrri málanna.

Í öll skiptin var afgreiðslustúlkum haldið uppteknum eða látnar athuga eitthvað baka til í verslununum. Þjófarnir nýttu sér svo tækifærið og nældu sér í það fé sem handbært var í afgreiðslukassa.

Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en fékk upplýsingar um útlit annars mannsins og ökutæki sem sem leiddu til handtöku mannanna eftir að lögreglan á Suðurlandi setti upp vegatálma á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×