Flagararnir eru feðgar: Grunaðir um sex þjófnaði og verða í einangrun í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2015 17:10 Eigandi Húnabúðar sagðist vera vön því að geta treyst fólki sem kæmi við í búðinni. Feðgarnir brugðust traustinu. Mynd/Húnabúð Mennirnir tveir sem grunaðir eru um þjófnað úr verslunum á ferðalagi sínu um landið hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Um er að ræða feðga sem hafa engin tengsl við landið en þeir eru grunaðir um sex brot sem eru til rannsóknar hjá fjórum lögregluembættum á landinu.Mennirnir voru handteknir nærri Höfn í Hornafirði þann 11. ágúst. Vísir hafði þegar fjallað um þjófnað þeirra úr búð á Blönduósi þann 8.ágúst.Rupluðu úr Húnabúð „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig,“ sagði Sigurlaug Gísladóttir, eigandi Húnabúðar við Vísi daginn sem feðgarnir létu til skarar skríða. Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru. Í framhaldinu virðast þeir hafa haldið áfram hringveginn í norður og austur. Eru þeir grunaðir um þjófnað með svipuðum aðferðum meðal annars á Sauðárkróki og Eskifirði. Einnig er um að ræða innbrot í hús og sumarbústaði. Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en vegatálmi var settur upp á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði og þeir stöðvaðir.Segja ekki orð Mennirnir neita að tjá sig um málið og vilja ekkert segja um myndir af þeim sem náðust á öryggismyndavélar. Þá neita þeir einnig að tjá sig um þýfi sem fannst á þeim. Þar sem mennirnir hafa engin tengsl við landið er óttast að þeir haldi áfram að brjóta af sér eða þá flýi land. Telja bæði Héraðsdómur Suðurlands og Hæstiéttur að beiðni um gæsluvarðhald uppfylli nauðsynleg skilyrði. Feðgarnir verða því í einangrun til 26. ágúst.Dóm Hæstaréttar má lesa hér en dómar feðganna eru svo til eins. Tengdar fréttir Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10 Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“ Tveir erlendir menn höfðu á brott fjármuni og greiðslukort úr Húnabúð á Blönduósi. 8. ágúst 2015 17:54 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um þjófnað úr verslunum á ferðalagi sínu um landið hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Um er að ræða feðga sem hafa engin tengsl við landið en þeir eru grunaðir um sex brot sem eru til rannsóknar hjá fjórum lögregluembættum á landinu.Mennirnir voru handteknir nærri Höfn í Hornafirði þann 11. ágúst. Vísir hafði þegar fjallað um þjófnað þeirra úr búð á Blönduósi þann 8.ágúst.Rupluðu úr Húnabúð „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig,“ sagði Sigurlaug Gísladóttir, eigandi Húnabúðar við Vísi daginn sem feðgarnir létu til skarar skríða. Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru. Í framhaldinu virðast þeir hafa haldið áfram hringveginn í norður og austur. Eru þeir grunaðir um þjófnað með svipuðum aðferðum meðal annars á Sauðárkróki og Eskifirði. Einnig er um að ræða innbrot í hús og sumarbústaði. Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en vegatálmi var settur upp á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði og þeir stöðvaðir.Segja ekki orð Mennirnir neita að tjá sig um málið og vilja ekkert segja um myndir af þeim sem náðust á öryggismyndavélar. Þá neita þeir einnig að tjá sig um þýfi sem fannst á þeim. Þar sem mennirnir hafa engin tengsl við landið er óttast að þeir haldi áfram að brjóta af sér eða þá flýi land. Telja bæði Héraðsdómur Suðurlands og Hæstiéttur að beiðni um gæsluvarðhald uppfylli nauðsynleg skilyrði. Feðgarnir verða því í einangrun til 26. ágúst.Dóm Hæstaréttar má lesa hér en dómar feðganna eru svo til eins.
Tengdar fréttir Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10 Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“ Tveir erlendir menn höfðu á brott fjármuni og greiðslukort úr Húnabúð á Blönduósi. 8. ágúst 2015 17:54 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10
Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“ Tveir erlendir menn höfðu á brott fjármuni og greiðslukort úr Húnabúð á Blönduósi. 8. ágúst 2015 17:54