Slóð tékknesku feðganna: Stálu peningum, veski og tækjum fyrir um 800 þúsund krónur Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2015 10:42 Feðgarnir, sem eru 43 og 22 ára gamlir, hafa ekki verið búsettir hér á landi né nokkur önnur tengsl við landið. Vísir Tékkneskir feðgar voru í gær dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir röð þjófnaða og innbrot á landinu fyrr í mánuðinum. Feðgarnir, sem eru 43 og 22 ára, hafa hvorki verið búsettir hér á landi né hafa þeir nokkur önnur tengsl við landið. Þeir játuðu báðir skýlaust þau brot sem þeim var gefið að sök í ákærunni.Stálu tölvum og peningum úr sumarhúsiÍ dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að feðgarnir hafi í sameiningu farið í heimildarleysi inn í sumarhús í Helgafellssveit á Snæfellsnesi þann 7. ágúst og stolið þaðan MacBook Air tölvu og Ipad spjaldtölvu að verðmæti um 395 þúsund krónur. Þá hafi þeir stolið 200 evrum í peningum. Degi síðar fóru mennirnir inn í verslunina Húnabúð á Blönduósi og stálu um 49 þúsund krónum úr búðarkassa og veski að verðmæti 29 þúsund krónur. Í veskinu var einnig að finna 23 þúsund krónur, auk persónulegra muna, korta og skilríkja.Líkt og fram kom í fyrri frétt Vísis um brot mannanna beittu mennirnir þeirri aðferð að yngri maðurinn hélt afgreiðslufólki uppteknu með því að ræða lengi við það um möguleg peysukaup á meðan sá eldri lét greipar sópa. Beittu þeir svipaðri aðferð í ferð sinni um landið.Húnabúð á Blönduósi.Mynd/HúnabúðBlönduós, Akureyri og EskifjörðurFeðgarnir héldu svo ferð sinni áfram og síðar sama dag, 8. ágúst, fóru þeir inn í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og stálu þaðan tveimur Samsung S5 snjallsímum, samtals að verðmæti 169.800 krónur. Tveimur dögum síðar fóru mennirnir inn í verslunina Flóru við Hafnarstræti á Akureyri og stálu þaðan 21 þúsund krónur úr búðarkassa, auk 10 þúsund króna úr handtösku í eldhúsi verslunarinnar. Daginn eftir, þriðjudaginn 11. ágúst, fóru feðgarnir svo inn í verslunina Samkaup Strax á Eskifirði þar sem þeir stálu 45 þúsund krónum úr búðarkassa. Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en fékk upplýsingar um útlit annars mannsins og ökutæki sem sem leiddu til handtöku mannanna eftir að lögreglan á Suðurlandi setti upp vegatálma á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði síðar þennan sama þriðjudag. Degi síðar voru mennirnir úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald.Una dómnumDómur féll í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Í málinu komu jafnframt fram bótakröfur frá eigenda sumarhússins og rekstraraðilum tveggja verslana sem feðgarnir voru dæmdir til að greiða. Um var að ræða endurgreiðslu á þeim fjármunum sem var stolið. Líkt og áður segir voru mennirnir dæmdir í þriggja mánaða fangelsi. Þeir þurfa þó ekki að sitja inni brjóti þeir ekki af sér á næstu þremur árum. Feðgarnir þurfa að greiða málsvarnarlaun fyrir verjendur sína og ferðakostnað þeirra. Lögmaður eldri mannsins segir í samtali við Vísi að feðgarnir muni báðir una dómnum. Tengdar fréttir Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10 Feðgarnir hlutu þriggja mánaða dóma Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag feðga fyrir röð þjófnaða og innbrota á landinu fyrr í sumar. 25. ágúst 2015 16:39 Flagararnir eru feðgar: Grunaðir um sex þjófnaði og verða í einangrun í tvær vikur Neita að tjá sig en sumir þjófnaðir þeirra náðust á öryggismyndavél. 18. ágúst 2015 17:10 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Tékkneskir feðgar voru í gær dæmdir í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir röð þjófnaða og innbrot á landinu fyrr í mánuðinum. Feðgarnir, sem eru 43 og 22 ára, hafa hvorki verið búsettir hér á landi né hafa þeir nokkur önnur tengsl við landið. Þeir játuðu báðir skýlaust þau brot sem þeim var gefið að sök í ákærunni.Stálu tölvum og peningum úr sumarhúsiÍ dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að feðgarnir hafi í sameiningu farið í heimildarleysi inn í sumarhús í Helgafellssveit á Snæfellsnesi þann 7. ágúst og stolið þaðan MacBook Air tölvu og Ipad spjaldtölvu að verðmæti um 395 þúsund krónur. Þá hafi þeir stolið 200 evrum í peningum. Degi síðar fóru mennirnir inn í verslunina Húnabúð á Blönduósi og stálu um 49 þúsund krónum úr búðarkassa og veski að verðmæti 29 þúsund krónur. Í veskinu var einnig að finna 23 þúsund krónur, auk persónulegra muna, korta og skilríkja.Líkt og fram kom í fyrri frétt Vísis um brot mannanna beittu mennirnir þeirri aðferð að yngri maðurinn hélt afgreiðslufólki uppteknu með því að ræða lengi við það um möguleg peysukaup á meðan sá eldri lét greipar sópa. Beittu þeir svipaðri aðferð í ferð sinni um landið.Húnabúð á Blönduósi.Mynd/HúnabúðBlönduós, Akureyri og EskifjörðurFeðgarnir héldu svo ferð sinni áfram og síðar sama dag, 8. ágúst, fóru þeir inn í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og stálu þaðan tveimur Samsung S5 snjallsímum, samtals að verðmæti 169.800 krónur. Tveimur dögum síðar fóru mennirnir inn í verslunina Flóru við Hafnarstræti á Akureyri og stálu þaðan 21 þúsund krónur úr búðarkassa, auk 10 þúsund króna úr handtösku í eldhúsi verslunarinnar. Daginn eftir, þriðjudaginn 11. ágúst, fóru feðgarnir svo inn í verslunina Samkaup Strax á Eskifirði þar sem þeir stálu 45 þúsund krónum úr búðarkassa. Lögreglan missti af þeim á Eskifirði en fékk upplýsingar um útlit annars mannsins og ökutæki sem sem leiddu til handtöku mannanna eftir að lögreglan á Suðurlandi setti upp vegatálma á þjóðvegi 1 við Höfn í Hornafirði síðar þennan sama þriðjudag. Degi síðar voru mennirnir úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald.Una dómnumDómur féll í Héraðsdómi Vesturlands í gær. Í málinu komu jafnframt fram bótakröfur frá eigenda sumarhússins og rekstraraðilum tveggja verslana sem feðgarnir voru dæmdir til að greiða. Um var að ræða endurgreiðslu á þeim fjármunum sem var stolið. Líkt og áður segir voru mennirnir dæmdir í þriggja mánaða fangelsi. Þeir þurfa þó ekki að sitja inni brjóti þeir ekki af sér á næstu þremur árum. Feðgarnir þurfa að greiða málsvarnarlaun fyrir verjendur sína og ferðakostnað þeirra. Lögmaður eldri mannsins segir í samtali við Vísi að feðgarnir muni báðir una dómnum.
Tengdar fréttir Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10 Feðgarnir hlutu þriggja mánaða dóma Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag feðga fyrir röð þjófnaða og innbrota á landinu fyrr í sumar. 25. ágúst 2015 16:39 Flagararnir eru feðgar: Grunaðir um sex þjófnaði og verða í einangrun í tvær vikur Neita að tjá sig en sumir þjófnaðir þeirra náðust á öryggismyndavél. 18. ágúst 2015 17:10 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Þjófarnir handteknir á Höfn: Heilluðu fólk og stálu í leiðinni Grunaðir um þjófnaði víðsvegar um landið. 11. ágúst 2015 23:10
Feðgarnir hlutu þriggja mánaða dóma Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag feðga fyrir röð þjófnaða og innbrota á landinu fyrr í sumar. 25. ágúst 2015 16:39
Flagararnir eru feðgar: Grunaðir um sex þjófnaði og verða í einangrun í tvær vikur Neita að tjá sig en sumir þjófnaðir þeirra náðust á öryggismyndavél. 18. ágúst 2015 17:10