Innlent

Feðgarnir hlutu þriggja mánaða dóma

Atli Ísleifsson skrifar
Húnabúð á Blönduósi.
Húnabúð á Blönduósi. Mynd/húnabúð
Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag feðga í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir röð þjófnaða og innbrota á landinu fyrr í sumar.

Feðgarnir, sem fæddir eru 1972 og 1993, voru handteknir á Höfn í Hornafirði þann 11. ágúst síðastliðinn, en málin voru til rannsóknar hjá fjórum lögregluembættum á landinu.

Vísir greindi frá því fyrr í mánuðinum að mennirnir hafi meðal annars látið til skarar skríða í Húnabúð á Blönduósi þar sem eigandinn lýsti því hvernig þeir fóru að því að tæma búðarkassann, auk þess að taka með sér veski.

Þannig hafi yngri maðurinn haldið afgreiðslufólki uppteknu á meðan sá eldri lét greipar sópa. Feðgarnir beittu svipuðum aðferðum annars staðar á landinu.

Hinir dæmdu hafa ekki verið búsettir á landinu og hafa engin tengsl við landið.

Að sögn Auðuns Helgasonar, lögmanns eldri mannsins, munu feðgarnir una dómnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×