Ikea í Svíþjóð hættir áfengissölu: Framkvæmdastjórinn á Íslandi á ekki von á breytingum Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2015 23:19 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi. Vísir Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í Svíþjóð í haust. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð á vef Svenska dagbladet vera að eftirspurnin eftir áfengi í verslunum Ikea í Svíþjóð sé ekki mikil.Á vef sænska dagblaðsins kemur fram að Ikea hafi selt vín og bjór á veitingastöðum sínum í tíu ár í Svíþjóð en nú sé því tímabili lokið.Líklegt að þetta sé eingöngu bundið við Svíþjóð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, hafði ekki heyrt af þessum fréttum þegar Vísir náði í hann en eftir að hafa lesið yfir sænsku fréttina sýndist honum á öllu að um innanhúss ákvörðun sé að ræða í Svíþjóð. „Mér sýnist það á öllu án þess að geta fullyrt um það,“ segir Þórarinn sem tekur fram að ef Ikea hefði tekið þá ákvörðun að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í öllum þeim löndum sem Ikea er með rekstur þá hefði hann væntanlega fengið að vita af því.Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi segir áfengissöluna í takt við væntingar hér á landi. Hún sé ekki mikil enda sé ekki vilji fyrir því að verslunin sé drykkjustaður. Vísir/Stefán„Ég fæ væntanlega einhverjar meldingar um það fljótlega ef það verða einhverjar breytingar á. Ég hef ekki heyrt neitt um það, þetta er þannig ákvörðun að ég er viss um að maður væri búinn að fá að vita það með einhverjar fyrirvara ef til stæði.“ Hann segir að í Ikea í Skotlandi sé áfengissala stór hluti af veltu veitingasviðs. Þar má selja áfengi út úr versluninni. „Þar er ekki svona einangrunar dæmi eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Þeir eru að selja áfenga drykki í sænsku búðinni og rjóminn af veltunni þar eru áfengir peru- og appelsínudrykkir. Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“Áfengissala á Íslandi eftir væntingum Hann segir áfengissölu í Ikea á Íslandi eftir væntingum. „Hún er ekki stór, hún er í takt við það sem vorum að vonast eftir. Við viljum ekki að þetta sé drykkjustaður. Þetta er fjölskyldustaður. Við viljum ekki að hún sé mikil en við viljum að þessi valkostur sé í boði.“ Ikea á Íslandi er til húsa í Garðabæ og hefur lengi vel verið eini staðurinn í því sveitarfélagi sem hefur haft vínveitingaleyfi. Þórarinn vonast til þess að fyrirtækið haldi áfram að selja áfengi. „Við munum allavega berjast gegn því ef gera á breytingar.“ Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56 Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20 Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í Svíþjóð í haust. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð á vef Svenska dagbladet vera að eftirspurnin eftir áfengi í verslunum Ikea í Svíþjóð sé ekki mikil.Á vef sænska dagblaðsins kemur fram að Ikea hafi selt vín og bjór á veitingastöðum sínum í tíu ár í Svíþjóð en nú sé því tímabili lokið.Líklegt að þetta sé eingöngu bundið við Svíþjóð Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi, hafði ekki heyrt af þessum fréttum þegar Vísir náði í hann en eftir að hafa lesið yfir sænsku fréttina sýndist honum á öllu að um innanhúss ákvörðun sé að ræða í Svíþjóð. „Mér sýnist það á öllu án þess að geta fullyrt um það,“ segir Þórarinn sem tekur fram að ef Ikea hefði tekið þá ákvörðun að hætta að selja áfengi á veitingastöðum sínum í öllum þeim löndum sem Ikea er með rekstur þá hefði hann væntanlega fengið að vita af því.Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi segir áfengissöluna í takt við væntingar hér á landi. Hún sé ekki mikil enda sé ekki vilji fyrir því að verslunin sé drykkjustaður. Vísir/Stefán„Ég fæ væntanlega einhverjar meldingar um það fljótlega ef það verða einhverjar breytingar á. Ég hef ekki heyrt neitt um það, þetta er þannig ákvörðun að ég er viss um að maður væri búinn að fá að vita það með einhverjar fyrirvara ef til stæði.“ Hann segir að í Ikea í Skotlandi sé áfengissala stór hluti af veltu veitingasviðs. Þar má selja áfengi út úr versluninni. „Þar er ekki svona einangrunar dæmi eins og á Íslandi og í Svíþjóð. Þeir eru að selja áfenga drykki í sænsku búðinni og rjóminn af veltunni þar eru áfengir peru- og appelsínudrykkir. Mér þykir skrýtið ef þeir ætla að fara að hætta þessu alls staðar.“Áfengissala á Íslandi eftir væntingum Hann segir áfengissölu í Ikea á Íslandi eftir væntingum. „Hún er ekki stór, hún er í takt við það sem vorum að vonast eftir. Við viljum ekki að þetta sé drykkjustaður. Þetta er fjölskyldustaður. Við viljum ekki að hún sé mikil en við viljum að þessi valkostur sé í boði.“ Ikea á Íslandi er til húsa í Garðabæ og hefur lengi vel verið eini staðurinn í því sveitarfélagi sem hefur haft vínveitingaleyfi. Þórarinn vonast til þess að fyrirtækið haldi áfram að selja áfengi. „Við munum allavega berjast gegn því ef gera á breytingar.“
Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56 Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20 Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Framkvæmdastjóri IKEA: „Hagnaðurinn var of mikill“ Þórarinn Ævarsson segir lækkun IKEA á vöruverði ekki vera auglýsingabrellu. 19. ágúst 2015 20:56
Ekkert verði úr fyrirhugaðri verðbólgu fylgi aðrir fordæmi IKEA "Ég vonast til að fleiri fylgi og annað hvort sleppi því að hækka eða lækki og þá mun þessi verðbólga sem Seðlabankinn spáði í morgun ekkert ganga eftir,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. 19. ágúst 2015 12:20
Pirrar kærustuna með orðaleikjum í IKEA Ástrali fann leið til að gera verslunarferð í IKEA sem bærilegasta. 24. ágúst 2015 14:31