Eitt mansalsfórnarlamb í athvarfinu síðustu tvö ár 2. desember 2015 06:00 Eygló Harðardóttir greinir frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði kostnað sveitarfélaga af nauðsynlegri þjónustu til fórnarlamba mansals. Fréttablaðið/Ernir Samfélagsmál Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir velferðarráðuneytið veita kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl í Kvennaathvarfinu. Engin sérútbúin úrræði eru hins vegar til fyrir karlmenn og börn. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl á gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld. Þetta kemur fram í svari Eyglóar við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eftirfylgni áætlunar um aðgerðir gegn mansali. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir gegn mansali 2013-2016 eru þrjár aðgerðir þar sem velferðarráðuneytið er skráður ábyrgðaraðili. Þær eru í fyrsta lagi að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð. Í öðru lagi að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og í þriðja lagi að skoða möguleika á að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan. Eygló segir dæmi um að fórnarlömb mansals hafi leitað til heilsugæslustöðva og Landspítalans þar sem þau hafa notið eftir atvikum þjónustu neyðarmóttöku, geðsviðs og fæðingardeildar en þau eigi aðeins rétt á heilbrigðisþjónustu í neyðartilvikum. Þá greinir Eygló frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð fyrir brýnustu nauðsynjum. Á vegum velferðarráðuneytis starfa tvö teymi sem vinna í samræmi við framangreindar þrjár aðgerðir. Annað teymið er samráðs- og samhæfingarteymi, en hitt er framkvæmdateymi sem tekur einstök mál til meðferðar. Síðustu tvö ár hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mansal vegna þess að ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá því í sumar er aðgerðaleysi stjórnvalda gagnrýnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir ekki koma til greina hjá athvarfinu að taka á móti karlmönnum eða börnum. Mæður geta þó dvalið með börnum sínum í athvarfinu en þá eru börnin á ábyrgð mæðra sinna. „Við getum ekki tekið ábyrgð á börnum, við höfum ekki til þess leyfi og það samræmist ekki okkar starfsemi. Það vantar góð úrræði fyrir karla og börn.“ Aðeins ein kona hefur dvalið í Kvennathvarfinu síðan Velferðarráðuneytið gerði samstarfssamning við það. „Árinu áður dvöldu hér margar konur sem voru grunaðar mansalsfórnarlömb og þurftu margar á mikilli þjónustu að halda.“ Sigþrúður segir skorta skýra verkferla í mansalsmálum. Nú hafi verið ákveðið að þegar grunur kviknar um mansal er sett af stað neyðarteymi sem hugi að þjónustu til fórnarlambs. „Það eru engir skýrir verkferlar til. Það er ekki hægt að útskýra fyrir grunuðu fórnarlambi mansals hvað bíður þess ákveði það að segja sögu sína,“ segir hún og segir með því hvatann til að greina frá mansali lítinn. kristjanabjorg@frettabladid.is Mansal í Vík Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Samfélagsmál Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir velferðarráðuneytið veita kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl í Kvennaathvarfinu. Engin sérútbúin úrræði eru hins vegar til fyrir karlmenn og börn. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl á gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld. Þetta kemur fram í svari Eyglóar við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur um eftirfylgni áætlunar um aðgerðir gegn mansali. Í áætlun ríkisstjórnar Íslands um aðgerðir gegn mansali 2013-2016 eru þrjár aðgerðir þar sem velferðarráðuneytið er skráður ábyrgðaraðili. Þær eru í fyrsta lagi að tryggja að öllum fórnarlömbum mansals standi til boða líkamleg, félagsleg og sálræn aðstoð. Í öðru lagi að tryggja öruggt húsnæði fyrir öll fórnarlömb mansals og í þriðja lagi að skoða möguleika á að þróa úrræði til að bæta félagslega færni og andlega líðan. Eygló segir dæmi um að fórnarlömb mansals hafi leitað til heilsugæslustöðva og Landspítalans þar sem þau hafa notið eftir atvikum þjónustu neyðarmóttöku, geðsviðs og fæðingardeildar en þau eigi aðeins rétt á heilbrigðisþjónustu í neyðartilvikum. Þá greinir Eygló frá því að velferðarráðuneytið endurgreiði félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð fyrir brýnustu nauðsynjum. Á vegum velferðarráðuneytis starfa tvö teymi sem vinna í samræmi við framangreindar þrjár aðgerðir. Annað teymið er samráðs- og samhæfingarteymi, en hitt er framkvæmdateymi sem tekur einstök mál til meðferðar. Síðustu tvö ár hefur verið lögð áhersla á fræðslu um mansal vegna þess að ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins frá því í sumar er aðgerðaleysi stjórnvalda gagnrýnt. Sigþrúður Guðmundsdóttir fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir ekki koma til greina hjá athvarfinu að taka á móti karlmönnum eða börnum. Mæður geta þó dvalið með börnum sínum í athvarfinu en þá eru börnin á ábyrgð mæðra sinna. „Við getum ekki tekið ábyrgð á börnum, við höfum ekki til þess leyfi og það samræmist ekki okkar starfsemi. Það vantar góð úrræði fyrir karla og börn.“ Aðeins ein kona hefur dvalið í Kvennathvarfinu síðan Velferðarráðuneytið gerði samstarfssamning við það. „Árinu áður dvöldu hér margar konur sem voru grunaðar mansalsfórnarlömb og þurftu margar á mikilli þjónustu að halda.“ Sigþrúður segir skorta skýra verkferla í mansalsmálum. Nú hafi verið ákveðið að þegar grunur kviknar um mansal er sett af stað neyðarteymi sem hugi að þjónustu til fórnarlambs. „Það eru engir skýrir verkferlar til. Það er ekki hægt að útskýra fyrir grunuðu fórnarlambi mansals hvað bíður þess ákveði það að segja sögu sína,“ segir hún og segir með því hvatann til að greina frá mansali lítinn. kristjanabjorg@frettabladid.is
Mansal í Vík Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira