Sex af síðustu sjö líka fengið Óskar Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 09:30 Jóhann Jóhannsson ásamt James Marsh, leikstjóra The Theory of Everything, og aðalleikurunum, Felicity Jones og Eddie Redmayne. Vísir/Getty Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna á morgun og þá kemur í ljós hvort Golden Globe-hafinn Jóhann Jóhannsson verður á meðal tilnefndra fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Miðað við söguna er afar líklegt að hann fái tilnefningu. Ekki nóg með það, því miklar líkur eru á því að hann hreppi sjálf Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur sá sem hefur hlotið Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarinn. Fyrir árin 2007 til 2012 voru sigurvegararnir þeir sömu á báðum hátíðunum. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem sigurvegarinn, Alex Ebert fyrir myndina All Is Lost, fékk ekki Óskar. Það sem meira er, hann fékk ekki heldur Óskarstilnefningu. Slíkt hefur gerst af og til, eða í þrjú af síðustu tíu skiptum. Auk Alex Ebert hlaut Alexander Desplat ekki Óskarstilnefningu fyrir myndina The Painted Veil sem kom út 2006, þrátt fyrir að hafa hampað Golden Globe-verðlaunum skömmu áður. Hann gat þó ekki kvartað of mikið því fyrir myndina The Queen, sem kom út sama ár, fékk hann tilnefningu til Óskarsins. Þriðja dæmið um tónskáld sem hlaut enga Óskarstilnefningu þrátt fyrir Golden Globe-sigur er Howard Shore sem samdi tónlistina við The Aviator. Þess má geta að með sigri sínum á Golden Globe-hátíðinni skaut Jóhann heimsfrægum tónskáldum á borð við Hans Zimmer (ein Óskarsverðlaun), Alexandre Desplat (sex Óskarstilnefningar) og þeim Trent Reznor og Atticus Ross (ein Óskarsverðlaun) ref fyrir rass. Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tilkynnt verður um tilnefningar til Óskarsverðlaunanna á morgun og þá kemur í ljós hvort Golden Globe-hafinn Jóhann Jóhannsson verður á meðal tilnefndra fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Miðað við söguna er afar líklegt að hann fái tilnefningu. Ekki nóg með það, því miklar líkur eru á því að hann hreppi sjálf Óskarsverðlaunin fyrstur Íslendinga. Í sex af síðustu sjö skiptum hefur sá sem hefur hlotið Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu frumsömdu tónlistina einnig fengið Óskarinn. Fyrir árin 2007 til 2012 voru sigurvegararnir þeir sömu á báðum hátíðunum. Það var ekki fyrr en á síðasta ári sem sigurvegarinn, Alex Ebert fyrir myndina All Is Lost, fékk ekki Óskar. Það sem meira er, hann fékk ekki heldur Óskarstilnefningu. Slíkt hefur gerst af og til, eða í þrjú af síðustu tíu skiptum. Auk Alex Ebert hlaut Alexander Desplat ekki Óskarstilnefningu fyrir myndina The Painted Veil sem kom út 2006, þrátt fyrir að hafa hampað Golden Globe-verðlaunum skömmu áður. Hann gat þó ekki kvartað of mikið því fyrir myndina The Queen, sem kom út sama ár, fékk hann tilnefningu til Óskarsins. Þriðja dæmið um tónskáld sem hlaut enga Óskarstilnefningu þrátt fyrir Golden Globe-sigur er Howard Shore sem samdi tónlistina við The Aviator. Þess má geta að með sigri sínum á Golden Globe-hátíðinni skaut Jóhann heimsfrægum tónskáldum á borð við Hans Zimmer (ein Óskarsverðlaun), Alexandre Desplat (sex Óskarstilnefningar) og þeim Trent Reznor og Atticus Ross (ein Óskarsverðlaun) ref fyrir rass.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira