Baldvin Z leikstýrir Rétti 3 Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 08:30 Baldvin Z ásamt Jóhönnu Margréti Gísladóttur. Þau eru mjög spennt fyrir þáttunum Rétti 3 sem verða sýndir á Stöð 2 í haust. Vísir/Getty Sagafilm og Stöð 2 hafa undirritað samning um framleiðslu á þriðju þáttaröðinni af Rétti. Tökur hefjast í apríl og fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í haust. Alls verða þættirnir, sem fjalla um lögfræðingana Loga og Brynhildi, níu talsins. Leikstjóri verður Baldvin Z en kvikmynd hans, Vonarstræti, var vinsælasta íslenska myndin á síðasta ári. Handritshöfundar eru Þorleifur Örn Arnarsson, sem leikstýrði nú síðast Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu og þar áður Englum alheimsins við góðar undirtektir, og Andri Óttarsson sem er að stíga sín fyrstu skref sem handritshöfundur. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er öðru vísi verkefni en ég hef áður tekið að mér. Það er bara spennandi að fara inn á nýjar brautir,“ segir Baldvin Z. „Ég verð að viðurkenna að ég horfi sjálfur ekki mikið á þessa tegund sjónvarpsþátta og það gerir það enn þá meira spennandi að sjá hvernig útkoman verður. Ég las handritið að fyrstu þremur þáttunum og mér fannst það meiriháttar skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég sló til er bæði vegna handritsins og að málefnið sem þættirnir takast á við er mjög þarft, eða þessi duldi heimur á internetinu,“ segir hann og á við umræðuna sem hefur verið undanfarið um klám á netinu, þar á meðal á Snapchat. Verið er að leggja lokahönd á handritið og óhætt er að segja að þáttaröðin byrji á háu nótunum því hún hefst á því að fjórtán ára stúlka finnst hengd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Stærsta breytingin frá síðustu þáttaröðum er sú að Réttur 3 mun ekki gerast eins mikið í réttarsal og áður. Eitt mál verður ekki lengur rannsakað í hverjum þætti heldur mun þáttaröðin að mestu snúast um þetta eina mál. Sem fyrr verða þau Magnús Jónsson í hlutverki Loga og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki Brynhildar. Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er mjög ánægð með samninginn. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda gengu hinar seríurnar vel. Það er flott að geta sýnt hágæða leikið íslenskt efni á Stöð 2,“ segir Jóhanna Margrét og bætir við að Réttur 3 verði flaggskip haustdagskrárinnar á Stöð 2. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Sagafilm og Stöð 2 hafa undirritað samning um framleiðslu á þriðju þáttaröðinni af Rétti. Tökur hefjast í apríl og fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í haust. Alls verða þættirnir, sem fjalla um lögfræðingana Loga og Brynhildi, níu talsins. Leikstjóri verður Baldvin Z en kvikmynd hans, Vonarstræti, var vinsælasta íslenska myndin á síðasta ári. Handritshöfundar eru Þorleifur Örn Arnarsson, sem leikstýrði nú síðast Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu og þar áður Englum alheimsins við góðar undirtektir, og Andri Óttarsson sem er að stíga sín fyrstu skref sem handritshöfundur. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er öðru vísi verkefni en ég hef áður tekið að mér. Það er bara spennandi að fara inn á nýjar brautir,“ segir Baldvin Z. „Ég verð að viðurkenna að ég horfi sjálfur ekki mikið á þessa tegund sjónvarpsþátta og það gerir það enn þá meira spennandi að sjá hvernig útkoman verður. Ég las handritið að fyrstu þremur þáttunum og mér fannst það meiriháttar skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég sló til er bæði vegna handritsins og að málefnið sem þættirnir takast á við er mjög þarft, eða þessi duldi heimur á internetinu,“ segir hann og á við umræðuna sem hefur verið undanfarið um klám á netinu, þar á meðal á Snapchat. Verið er að leggja lokahönd á handritið og óhætt er að segja að þáttaröðin byrji á háu nótunum því hún hefst á því að fjórtán ára stúlka finnst hengd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Stærsta breytingin frá síðustu þáttaröðum er sú að Réttur 3 mun ekki gerast eins mikið í réttarsal og áður. Eitt mál verður ekki lengur rannsakað í hverjum þætti heldur mun þáttaröðin að mestu snúast um þetta eina mál. Sem fyrr verða þau Magnús Jónsson í hlutverki Loga og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki Brynhildar. Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er mjög ánægð með samninginn. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda gengu hinar seríurnar vel. Það er flott að geta sýnt hágæða leikið íslenskt efni á Stöð 2,“ segir Jóhanna Margrét og bætir við að Réttur 3 verði flaggskip haustdagskrárinnar á Stöð 2.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira