Drungaleg stikla úr Sub Rosa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2014 16:15 Stikla úr íslensku stuttmyndinni Sub Rosa er komin á netið en leikstjóri hennar er Þóra Hilmarsdóttir. Þóra sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu að hún sé orðin mjög spennt að sýna myndina. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Sub Rosa skyggnist inn í líf Tildu, átta ára stelpu sem elst upp í blómabúð þar sem heldur óviðeigandi athæfi fara fram á bak við tjöldin. Með barnslega forvitni að vopni hnýsist Tilda um undirheima búðarinnar meðan sjálfsmynd hennar mótast á ofsahraða. Þóra vann myndina með Snjólaugu Lúðvíksdóttur, handritshöfundi og Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur, búninga- og leikmyndahönnuði. SUB ROSA trailer from Thora Hilmars on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Stikla úr íslensku stuttmyndinni Sub Rosa er komin á netið en leikstjóri hennar er Þóra Hilmarsdóttir. Þóra sagði í viðtali við Fréttablaðið fyrir stuttu að hún sé orðin mjög spennt að sýna myndina. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Sub Rosa skyggnist inn í líf Tildu, átta ára stelpu sem elst upp í blómabúð þar sem heldur óviðeigandi athæfi fara fram á bak við tjöldin. Með barnslega forvitni að vopni hnýsist Tilda um undirheima búðarinnar meðan sjálfsmynd hennar mótast á ofsahraða. Þóra vann myndina með Snjólaugu Lúðvíksdóttur, handritshöfundi og Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur, búninga- og leikmyndahönnuði. SUB ROSA trailer from Thora Hilmars on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira