Á mála hjá breskri framleiðsluskrifstofu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. júní 2014 12:00 „Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“ Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira
„Það er frábært að vera komin með umboðsskrifstofu og eiginlega nauðsynlegt í London þar sem margir eru að keppa um sama bitann,“ segir kvikmyndagerðarkonan Þóra Hilmarsdóttir. Hún var nýlega ráðin sem leikstjóri til framleiðslufyrirtækisins FAMILIA í London þar sem hún er búsett. „Umboðsaðili getur opnað ansi margar dyr og ég er byrjuð að „pitcha“ í verkefni á móti öðrum leikstjórum, aðallega tónlistarmyndbönd. Þetta er mjög góður byrjunarreitur í London og á sama tíma er ég að vinna að því að gera fleiri stuttmyndir og svo vonandi bíómynd í fullri lengd,“ bætir Þóra við. Hún hefur gert tvö tónlistarmyndbönd á Íslandi, fyrir Samaris og Þórunni Antoníu. Þá leikstýrði hún einnig stuttmyndinni Sub Rosa. „Það var heldur löng og ströng fæðing að koma henni í heiminn en nú er hún loksins tilbúin. Vinir mínir og fjölskylda héldu án efa að ég væri að búa til einhvers konar Hringadrottinssögu í þremur pörtum en ekki 15 mínútna stuttmynd. Hún er komin inn á nokkrar alþjóðlega hátíðir og ég er svakalega spennt að fá loksins að sýna hana.“ Þóra er með ýmislegt í bígerð. „Ég er að vinna að nokkrum hugmyndum fyrir tónlistarmyndbönd og svo erum við Snjólaug Lúðvíksdóttir handritshöfundur, sem skrifaði Sub Rosa, að vinna að ýmsum verkefnum. Við erum að hefja fjármögnun á stuttmynd sem verður gerð á Íslandi og erum einnig að vinna í þróun lengri verkefna hér heima. Við tvær og Júlíanna Lára Steingrímsdóttir, búninga- og leikmyndahönnuður, sköpuðum Sub Rosa saman og við ætlum okkur að halda samstarfinu áfram,“ segir Þóra. En hvert er draumaverkefnið? „Vá, þau eru svo mörg og verða bara fleiri og fleiri því lengra sem ég fer. Ég er með stútfullan haus og tölvu af hugmyndum sem mig dreymir um að verði að veruleika. Það eru mjög margir tónlistarmenn sem mig langar að vinna með og síðan er draumurinn alltaf að gera bíómyndir í fullri lengd og segja sögur sem skipta máli. Ég vil nota þennan magnaða miðil sem við höfum, kvikmyndir – og einnig tónlistarmyndbönd – til þess að varpa ljósi á ýmiskonar málefni með listrænum hætti.“
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira