Enginn umsækjandi um Borgarleikhússtjórastólinn kominn fram Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2014 14:42 Þorgerður Katrín segir spennandi að sjá hverjir sækja um hjá Borgarleikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur auglýsti starf leikhússtjóra Borgarleikhússins laust til umsóknar nú fyrir helgi en Magnús Geir Þórðarson er nú að hverfa til annarra starfa, nefnilega þess að stýra Ríkisútvarpinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stjórnarformaður LR og hún segir umsóknarfrest renna út 11. febrúar. „Við ætlum að reyna að vinna þetta svo fljótt sem auðið er og og miðum við að línur verða orðnar skýrar fyrir mánaðarmótin febrúar mars. Jafnvel fyrr.“Öflug menningarstofnun Þorgerður segir að engin umsókn sé komin enn sem komið er, ekki svo hún viti. Enda dagurinn í dag sá fyrsti virki eftir að auglýst var eftir leikhússtjóra. Þá segir stjórnarformaðurinn að hefð sé fyrir því að umsóknir berist ekki fyrr en með seinni skipunum. Magnús Geir er í fullu starfi hjá leikhúsinu til 10. mars. „Við höfum komist að samkomulagi um það og eftir það mun hann verða leikhúsinu innan handar. Það verður gaman að sjá hverjir sækja um. Þetta er ótrúlega sterk menningarstofnun, Borgarleikhúsið; öflug og leiðandi á sínu sviði og allar undirstöður eru sterkar – inniviðir allir, starfsfólk og strúktúr.“Jón Gnarr efstur á blaði Engar hæfniskröfur eru gerðar til umsækjenda. „Við biðjum um menntun og reynslu en það er þó ekki skilyrði. Eins og gengur er öll reynsla og menntun til bóta frekar en hitt. Þá skiptir máli að menn geti lýst framtíðarsýn sinni með minna en 800 orðum, skiptir máli að menn kunni að koma orðum að hlutunum,“ segir Þorgerður Katrín. DV veltir vöngum yfir hugsanlegum kandídötum og þar eru nefndir: Jón Gnarr, Kristín Jóhannesdóttir, Marta Nordal, Bergur Ingólfsson, Hilmar Jónsson, Katrín Hall, Þorleifur Arnarson, Gísli Örn Garðarsson & Rakel Garðarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Ólafur Egilsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Una Þorleifsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Ari Matthíasson. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira
Leikfélag Reykjavíkur auglýsti starf leikhússtjóra Borgarleikhússins laust til umsóknar nú fyrir helgi en Magnús Geir Þórðarson er nú að hverfa til annarra starfa, nefnilega þess að stýra Ríkisútvarpinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stjórnarformaður LR og hún segir umsóknarfrest renna út 11. febrúar. „Við ætlum að reyna að vinna þetta svo fljótt sem auðið er og og miðum við að línur verða orðnar skýrar fyrir mánaðarmótin febrúar mars. Jafnvel fyrr.“Öflug menningarstofnun Þorgerður segir að engin umsókn sé komin enn sem komið er, ekki svo hún viti. Enda dagurinn í dag sá fyrsti virki eftir að auglýst var eftir leikhússtjóra. Þá segir stjórnarformaðurinn að hefð sé fyrir því að umsóknir berist ekki fyrr en með seinni skipunum. Magnús Geir er í fullu starfi hjá leikhúsinu til 10. mars. „Við höfum komist að samkomulagi um það og eftir það mun hann verða leikhúsinu innan handar. Það verður gaman að sjá hverjir sækja um. Þetta er ótrúlega sterk menningarstofnun, Borgarleikhúsið; öflug og leiðandi á sínu sviði og allar undirstöður eru sterkar – inniviðir allir, starfsfólk og strúktúr.“Jón Gnarr efstur á blaði Engar hæfniskröfur eru gerðar til umsækjenda. „Við biðjum um menntun og reynslu en það er þó ekki skilyrði. Eins og gengur er öll reynsla og menntun til bóta frekar en hitt. Þá skiptir máli að menn geti lýst framtíðarsýn sinni með minna en 800 orðum, skiptir máli að menn kunni að koma orðum að hlutunum,“ segir Þorgerður Katrín. DV veltir vöngum yfir hugsanlegum kandídötum og þar eru nefndir: Jón Gnarr, Kristín Jóhannesdóttir, Marta Nordal, Bergur Ingólfsson, Hilmar Jónsson, Katrín Hall, Þorleifur Arnarson, Gísli Örn Garðarsson & Rakel Garðarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Ólafur Egilsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Una Þorleifsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Ari Matthíasson.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Sjá meira