Enginn umsækjandi um Borgarleikhússtjórastólinn kominn fram Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2014 14:42 Þorgerður Katrín segir spennandi að sjá hverjir sækja um hjá Borgarleikhúsinu. Leikfélag Reykjavíkur auglýsti starf leikhússtjóra Borgarleikhússins laust til umsóknar nú fyrir helgi en Magnús Geir Þórðarson er nú að hverfa til annarra starfa, nefnilega þess að stýra Ríkisútvarpinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stjórnarformaður LR og hún segir umsóknarfrest renna út 11. febrúar. „Við ætlum að reyna að vinna þetta svo fljótt sem auðið er og og miðum við að línur verða orðnar skýrar fyrir mánaðarmótin febrúar mars. Jafnvel fyrr.“Öflug menningarstofnun Þorgerður segir að engin umsókn sé komin enn sem komið er, ekki svo hún viti. Enda dagurinn í dag sá fyrsti virki eftir að auglýst var eftir leikhússtjóra. Þá segir stjórnarformaðurinn að hefð sé fyrir því að umsóknir berist ekki fyrr en með seinni skipunum. Magnús Geir er í fullu starfi hjá leikhúsinu til 10. mars. „Við höfum komist að samkomulagi um það og eftir það mun hann verða leikhúsinu innan handar. Það verður gaman að sjá hverjir sækja um. Þetta er ótrúlega sterk menningarstofnun, Borgarleikhúsið; öflug og leiðandi á sínu sviði og allar undirstöður eru sterkar – inniviðir allir, starfsfólk og strúktúr.“Jón Gnarr efstur á blaði Engar hæfniskröfur eru gerðar til umsækjenda. „Við biðjum um menntun og reynslu en það er þó ekki skilyrði. Eins og gengur er öll reynsla og menntun til bóta frekar en hitt. Þá skiptir máli að menn geti lýst framtíðarsýn sinni með minna en 800 orðum, skiptir máli að menn kunni að koma orðum að hlutunum,“ segir Þorgerður Katrín. DV veltir vöngum yfir hugsanlegum kandídötum og þar eru nefndir: Jón Gnarr, Kristín Jóhannesdóttir, Marta Nordal, Bergur Ingólfsson, Hilmar Jónsson, Katrín Hall, Þorleifur Arnarson, Gísli Örn Garðarsson & Rakel Garðarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Ólafur Egilsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Una Þorleifsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Ari Matthíasson. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Leikfélag Reykjavíkur auglýsti starf leikhússtjóra Borgarleikhússins laust til umsóknar nú fyrir helgi en Magnús Geir Þórðarson er nú að hverfa til annarra starfa, nefnilega þess að stýra Ríkisútvarpinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stjórnarformaður LR og hún segir umsóknarfrest renna út 11. febrúar. „Við ætlum að reyna að vinna þetta svo fljótt sem auðið er og og miðum við að línur verða orðnar skýrar fyrir mánaðarmótin febrúar mars. Jafnvel fyrr.“Öflug menningarstofnun Þorgerður segir að engin umsókn sé komin enn sem komið er, ekki svo hún viti. Enda dagurinn í dag sá fyrsti virki eftir að auglýst var eftir leikhússtjóra. Þá segir stjórnarformaðurinn að hefð sé fyrir því að umsóknir berist ekki fyrr en með seinni skipunum. Magnús Geir er í fullu starfi hjá leikhúsinu til 10. mars. „Við höfum komist að samkomulagi um það og eftir það mun hann verða leikhúsinu innan handar. Það verður gaman að sjá hverjir sækja um. Þetta er ótrúlega sterk menningarstofnun, Borgarleikhúsið; öflug og leiðandi á sínu sviði og allar undirstöður eru sterkar – inniviðir allir, starfsfólk og strúktúr.“Jón Gnarr efstur á blaði Engar hæfniskröfur eru gerðar til umsækjenda. „Við biðjum um menntun og reynslu en það er þó ekki skilyrði. Eins og gengur er öll reynsla og menntun til bóta frekar en hitt. Þá skiptir máli að menn geti lýst framtíðarsýn sinni með minna en 800 orðum, skiptir máli að menn kunni að koma orðum að hlutunum,“ segir Þorgerður Katrín. DV veltir vöngum yfir hugsanlegum kandídötum og þar eru nefndir: Jón Gnarr, Kristín Jóhannesdóttir, Marta Nordal, Bergur Ingólfsson, Hilmar Jónsson, Katrín Hall, Þorleifur Arnarson, Gísli Örn Garðarsson & Rakel Garðarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Ólafur Egilsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Una Þorleifsdóttir, Ragnheiður Skúladóttir og Ari Matthíasson.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira