Líf eftir kjarnorkusprengjur Þórður Ingi Jónsson skrifar 30. september 2014 11:00 Frakkar stunduðu fjölmargar kjarnorkuvopnatilraunir í S-Kyrrahafi. Helgi Felixson og sænski leikstjórinn Titti Johnson hafa undanfarin ár unnið að heimildarmyndinni Vive la France, sem frumsýnd var á RIFF 28. september. Myndin segir frá parinu Kua og Teriki sem búa á eyjunni Tureia í frönsku Pólýnesíu í S-Kyrrahafi. Eyjan er ekki langt frá Moruroa-baugeyjunni þar sem Frakkar stunduðu fjölmargar kjarnorkuvopnatilraunir frá 1966-1996. Hægt verður að sjá myndina næstkomandi laugardag, 4. október í Háskólabíó. „Við fylgdum þessu fólki í hversdagslífi þess og skoðuðum nokkrar kynslóðir til baka, og hverjar afleiðingar sprenginganna hafa verið,“ segir Helgi en sjö ættingjar Teriki hafa látist úr krabbameini, þar á meðal faðir hans. Í myndinni kemst parið meðal annars að því að barnið þeirra sé veilt fyrir hjarta. „Yfirleitt er það fjöldi fólks þar sem fær krabbamein. Ein tala segir að í 80% tilvika þar sem eyjarskeggjar fái krabbamein tengist það sprengingum Frakka beint.“ Að sögn Helga hefur eitt helsta vandamálið verið að fá Frakka til að viðurkenna sambandið þar á milli. „Þeir telja að þetta hafi ekki verið sannað nægilega þannig að það sé ekkert samband þar á milli. Að þeir séu með svona fín kjarnorkuvopn sem eru bara eins og frönsk vín. Þeir hafa ekki viljað viðurkenna þetta. Því fylgir að þeir þurfi að borga skaðabætur og ýmislegt. Þeir eru í algerri höfnun.“ Þá er talin hætta á að Moruroa gæti fallið saman og valdið gríðarlegum flóðbylgjum sem myndi færa Tureia og aðrar eyjar í kaf. Talið er að mörg tonn af plútóníumi sé að finna undir Moruroa sem muni ógna öllu Kyrrahafssvæðinu á næstkomandi öldum. Myndin hefur farið sannkallaða sigurför um kvikmyndahátíðir heimsins en hún verður sýnd í byrjun október á Science Film Festival í París, þar á eftir á Chicago International Film Festival, Human Rights Film Festival í Litháen, og Toronto Enviromental Festival. Eftir frumsýninguna á RIFF fer hún í almennar sýningar hjá Bíói Paradís. „Það rignir inn hátíðum núna,“ segir Helgi. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Helgi Felixson og sænski leikstjórinn Titti Johnson hafa undanfarin ár unnið að heimildarmyndinni Vive la France, sem frumsýnd var á RIFF 28. september. Myndin segir frá parinu Kua og Teriki sem búa á eyjunni Tureia í frönsku Pólýnesíu í S-Kyrrahafi. Eyjan er ekki langt frá Moruroa-baugeyjunni þar sem Frakkar stunduðu fjölmargar kjarnorkuvopnatilraunir frá 1966-1996. Hægt verður að sjá myndina næstkomandi laugardag, 4. október í Háskólabíó. „Við fylgdum þessu fólki í hversdagslífi þess og skoðuðum nokkrar kynslóðir til baka, og hverjar afleiðingar sprenginganna hafa verið,“ segir Helgi en sjö ættingjar Teriki hafa látist úr krabbameini, þar á meðal faðir hans. Í myndinni kemst parið meðal annars að því að barnið þeirra sé veilt fyrir hjarta. „Yfirleitt er það fjöldi fólks þar sem fær krabbamein. Ein tala segir að í 80% tilvika þar sem eyjarskeggjar fái krabbamein tengist það sprengingum Frakka beint.“ Að sögn Helga hefur eitt helsta vandamálið verið að fá Frakka til að viðurkenna sambandið þar á milli. „Þeir telja að þetta hafi ekki verið sannað nægilega þannig að það sé ekkert samband þar á milli. Að þeir séu með svona fín kjarnorkuvopn sem eru bara eins og frönsk vín. Þeir hafa ekki viljað viðurkenna þetta. Því fylgir að þeir þurfi að borga skaðabætur og ýmislegt. Þeir eru í algerri höfnun.“ Þá er talin hætta á að Moruroa gæti fallið saman og valdið gríðarlegum flóðbylgjum sem myndi færa Tureia og aðrar eyjar í kaf. Talið er að mörg tonn af plútóníumi sé að finna undir Moruroa sem muni ógna öllu Kyrrahafssvæðinu á næstkomandi öldum. Myndin hefur farið sannkallaða sigurför um kvikmyndahátíðir heimsins en hún verður sýnd í byrjun október á Science Film Festival í París, þar á eftir á Chicago International Film Festival, Human Rights Film Festival í Litháen, og Toronto Enviromental Festival. Eftir frumsýninguna á RIFF fer hún í almennar sýningar hjá Bíói Paradís. „Það rignir inn hátíðum núna,“ segir Helgi.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning