Lífið

Snyrtilegri leið til að þrífa ofna vekur athygli

Atli Ísleifsson skrifar
Getur þetta verið svo einfalt?
Getur þetta verið svo einfalt? Mynd/Facebooksíða Elisabeth Thomas Jensen
Ný og hreinlegri leið til að þrífa ofna hefur vakið mikla athygli í Noregi. Aðferðin er sögð binda enda á að fólk þurfi að skrúbba og skrapa í langri tíma í þeim tilgangi að þrífa ofninn.

Í frétt BT segir að Norðmaðurinn Elisabeth Thomas Jensen hafi með aðstoð vinar þróað þessa nýju leið til að losa sig við fitu og óhreinindi í ofnum.

Áður en Jensen hugðist þrífa ofninn spurði hún vin sinn ráða sem nú hafa gengið manna í millum á Facebook og víðar. Fleiri þúsund Norðmenn hafa deilt aðferðinni sem fær ofninn til að skína á ný.

Aðferðin er á þessa leið:

Stilltu ofninn á 150 gráður (til dæmis að kvöldi).

1. Setjið 2,5 dl af salmíakklegi í ílát sem þolir hita og komið fyrir í miðjum ofninum.

2. Lokið ofninum.

3. Sjóðið einn lítra af vatni.

4. Setjið vatnið í ílát sem þolir hita og komið fyrir neðst í ofninum.

5. Slökkvið á ofninum og bíðið (til dæmis til morguns).

Takið salmíakklöginn út, blandið tveimur teskeiðum af hreingerningarefni út í og hreinsið svo ofninn.

„Það sem gerist er að vatnsgufan blandast gasinu frá salmíakkleginum,“ segir Jensen í samtali við Finnmark Dagblad og segir fituna blotna yfir nóttina svo auðveldara sé að þrífa hana.

Post by BT.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×