Enski boltinn

Nýr samningur á borðinu fyrir Brendan Rodgers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar með leikmönnum sínum á leiktíðinni.
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, fagnar með leikmönnum sínum á leiktíðinni. Vísir/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur gert frábæra hluti með liðið á þessu tímabili og stuðningsmenn Liverpool geta fagnað því að Rodgers mun skrifa undir nýjan samning eftir að tímabilið klárast.

„Ég hef augljóslega verið í samningaviðræðum við félagið og nýr samningur er í burðarliðunum," sagði Brendan Rodgers við BBC.

„Ég hef sagt það áður og stend við það að við munum ekki ganga frá þessu fyrr en eftir tímabilið. Ég vil ekki láta neitt trufla liðið á þessu frábæra tímabili," sagði Rodgers.

Liverpool fór langt með að kasta frá sér titlinum þegar liðið missti niður 3-0 forystu á móti Crystal Palace í vikunni og þarf nú að treysta á það að West Ham vinni Manchester City á sunnudaginn.

„Þetta er hefur verið merkilegt tímabili. Leikmennirnir hafa sett Liverpool aftur á heimskortið. Að lenda í öðru sæti á eftir ríkasta fótboltafélagi í heimi sýnir hversu langt við erum komnir," sagði Rodgers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×