Hermann Þór Haraldsson er efstur meðal íslenskra karlakeppenda á Evrópubikarkeppninni í fjölþraut sem fer fram á Madeira eftir fyrri keppnisdag. Hermann er í sjötta sæti með 3577 stig samtals.
Hermann er einu stigi á eftir Íranum sem er í sætinu fyrir ofan hann, en rúmum 500 stigum á eftir Niels Pittomvils sem er í efsta sætinu með 4019 stig.
Ingi Rúnar Kristinsson er í áttunda sæti með 3455 stig og Krister Blær Jónsson í tíunda sæti með 3339 stig.
Samanlangt er Ísland í öðru sæti í stigakeppninni með 19120 stig, en Rúmenar eru efstir með 20573 stig.
Nánari tölur frá þeim má sjá hér að neðan, en fimm greinum af tíu er lokið.
Úrslit: (100 metra hlaup - langstökk - kúluvarp - hástökk - 400 metra hlaup)
Hermann Þór Haraldsson: 11,36 sek - 7,5 metrar - 13,38 metrar - 1,98 metrar - 48,94 sek
Ingi Rúnar Kristinsson: 11,51 sek - 6,34 metrar - 13,16 metrar - 1,80 metrar - 51,66 sek
Krister Blær Jónsson: 11,63 sek - 6,54 metrar - 10,18 metrar - 1,77 metrar - 50,13 sek
Ísland í öðru sæti í stigakeppninni eftir fyrri dag
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn






Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn