Mannréttindalögfræðingurinn sem stal hjarta Clooneys 2. október 2014 20:00 Þau Amal Alamuddin og George Clooney sjást hér í góðgerðarkvöldverði stuttu fyrir brúðkaup sitt en þar ljóstraði leikarinn því upp að parið hefði kynnst á Ítalíu fyrir um það bil ári. Vísir/Getty Augu slúðurheimsins beindust að Feneyjum um helgina þar sem Hollywood-leikarinn George Clooney gekk að eiga mannréttindalögfræðinginn Amal Alamuddin. Það er engin tilviljun að brúðkaupið fór fram á Ítalíu en Clooney greindi nýverið frá því að þar hefðu þau Amal kynnst fyrst. Clooney hefur verið við margar konur kenndur í gegnum tíðina og gjarna stimplaður af fjölmiðlum sem eilífðarpiparsveinn. En ekki lengur, nú er þessi eftirsóttasti piparsveinn í Hollywood genginn út og Alamuddin tilbúin að stela senunni. Alamuddin er lögfræðingur sem sérhæfir sig í mannréttindum. Hún hefur verið með skjólstæðinga á borð við Julian Assange hjá Wikileaks og Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún er af líbönskum ættum, fædd í Beirút en flutti til London ásamt fjölskyldu sinni á áttunda áratugnum. Síðar fór hún til New York til að nema lögfræði og hefur leiðin legið upp á við síðan. Hún hefur meðal annars kennt lögfræði í háskólum vestanhafs og setið í nefndum á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem réttindi kvenna og barna í stríðsátökum hafa verið henni hugleikin.Flott par.Ár er síðan þau Clooney sáust fyrst saman opinberlega og í apríl á þessu ári tilkynntu þau trúlofun sína vinum og vandamönnum í Los Angeles. Brúðkaup þeirra Clooneys vakti sem fyrr segir mikla athygli en um 100 gestir mættu til Feneyja og má þar nefna leikarann Matt Damon og þau Randy Gerber og Cindy Crawford sem eru sameiginlegir vinir nýgifta parsins. Fyrrverandi borgarstjóri í Róm og vinur Clooneys, Walter Veltroni, gaf parið saman og voru öll hótelherbergi í borginni uppbókuð í tengslum við brúðkaupið. Um 100 gestir voru í brúðkaupinu sem fór fram í Feneyjum um helgina. Nordicphotos/GettyClooney klæddist jakkafötum frá George Armani og Alamuddin fallegum blúndukjól frá Oscar De La Renta. Hún er strax byrjuð að vekja athygli fyrir óaðfinnanlegan stíl, enda elta ljósmyndarar parið á röndum þessa dagana, og tískuspekúlantar keppast við að hrósa henni í hástert.Amal Alamuddin var flott í röndóttum kjól eftir athöfnina. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira
Augu slúðurheimsins beindust að Feneyjum um helgina þar sem Hollywood-leikarinn George Clooney gekk að eiga mannréttindalögfræðinginn Amal Alamuddin. Það er engin tilviljun að brúðkaupið fór fram á Ítalíu en Clooney greindi nýverið frá því að þar hefðu þau Amal kynnst fyrst. Clooney hefur verið við margar konur kenndur í gegnum tíðina og gjarna stimplaður af fjölmiðlum sem eilífðarpiparsveinn. En ekki lengur, nú er þessi eftirsóttasti piparsveinn í Hollywood genginn út og Alamuddin tilbúin að stela senunni. Alamuddin er lögfræðingur sem sérhæfir sig í mannréttindum. Hún hefur verið með skjólstæðinga á borð við Julian Assange hjá Wikileaks og Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún er af líbönskum ættum, fædd í Beirút en flutti til London ásamt fjölskyldu sinni á áttunda áratugnum. Síðar fór hún til New York til að nema lögfræði og hefur leiðin legið upp á við síðan. Hún hefur meðal annars kennt lögfræði í háskólum vestanhafs og setið í nefndum á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem réttindi kvenna og barna í stríðsátökum hafa verið henni hugleikin.Flott par.Ár er síðan þau Clooney sáust fyrst saman opinberlega og í apríl á þessu ári tilkynntu þau trúlofun sína vinum og vandamönnum í Los Angeles. Brúðkaup þeirra Clooneys vakti sem fyrr segir mikla athygli en um 100 gestir mættu til Feneyja og má þar nefna leikarann Matt Damon og þau Randy Gerber og Cindy Crawford sem eru sameiginlegir vinir nýgifta parsins. Fyrrverandi borgarstjóri í Róm og vinur Clooneys, Walter Veltroni, gaf parið saman og voru öll hótelherbergi í borginni uppbókuð í tengslum við brúðkaupið. Um 100 gestir voru í brúðkaupinu sem fór fram í Feneyjum um helgina. Nordicphotos/GettyClooney klæddist jakkafötum frá George Armani og Alamuddin fallegum blúndukjól frá Oscar De La Renta. Hún er strax byrjuð að vekja athygli fyrir óaðfinnanlegan stíl, enda elta ljósmyndarar parið á röndum þessa dagana, og tískuspekúlantar keppast við að hrósa henni í hástert.Amal Alamuddin var flott í röndóttum kjól eftir athöfnina.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Sjá meira