Mannréttindalögfræðingurinn sem stal hjarta Clooneys 2. október 2014 20:00 Þau Amal Alamuddin og George Clooney sjást hér í góðgerðarkvöldverði stuttu fyrir brúðkaup sitt en þar ljóstraði leikarinn því upp að parið hefði kynnst á Ítalíu fyrir um það bil ári. Vísir/Getty Augu slúðurheimsins beindust að Feneyjum um helgina þar sem Hollywood-leikarinn George Clooney gekk að eiga mannréttindalögfræðinginn Amal Alamuddin. Það er engin tilviljun að brúðkaupið fór fram á Ítalíu en Clooney greindi nýverið frá því að þar hefðu þau Amal kynnst fyrst. Clooney hefur verið við margar konur kenndur í gegnum tíðina og gjarna stimplaður af fjölmiðlum sem eilífðarpiparsveinn. En ekki lengur, nú er þessi eftirsóttasti piparsveinn í Hollywood genginn út og Alamuddin tilbúin að stela senunni. Alamuddin er lögfræðingur sem sérhæfir sig í mannréttindum. Hún hefur verið með skjólstæðinga á borð við Julian Assange hjá Wikileaks og Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún er af líbönskum ættum, fædd í Beirút en flutti til London ásamt fjölskyldu sinni á áttunda áratugnum. Síðar fór hún til New York til að nema lögfræði og hefur leiðin legið upp á við síðan. Hún hefur meðal annars kennt lögfræði í háskólum vestanhafs og setið í nefndum á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem réttindi kvenna og barna í stríðsátökum hafa verið henni hugleikin.Flott par.Ár er síðan þau Clooney sáust fyrst saman opinberlega og í apríl á þessu ári tilkynntu þau trúlofun sína vinum og vandamönnum í Los Angeles. Brúðkaup þeirra Clooneys vakti sem fyrr segir mikla athygli en um 100 gestir mættu til Feneyja og má þar nefna leikarann Matt Damon og þau Randy Gerber og Cindy Crawford sem eru sameiginlegir vinir nýgifta parsins. Fyrrverandi borgarstjóri í Róm og vinur Clooneys, Walter Veltroni, gaf parið saman og voru öll hótelherbergi í borginni uppbókuð í tengslum við brúðkaupið. Um 100 gestir voru í brúðkaupinu sem fór fram í Feneyjum um helgina. Nordicphotos/GettyClooney klæddist jakkafötum frá George Armani og Alamuddin fallegum blúndukjól frá Oscar De La Renta. Hún er strax byrjuð að vekja athygli fyrir óaðfinnanlegan stíl, enda elta ljósmyndarar parið á röndum þessa dagana, og tískuspekúlantar keppast við að hrósa henni í hástert.Amal Alamuddin var flott í röndóttum kjól eftir athöfnina. Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Augu slúðurheimsins beindust að Feneyjum um helgina þar sem Hollywood-leikarinn George Clooney gekk að eiga mannréttindalögfræðinginn Amal Alamuddin. Það er engin tilviljun að brúðkaupið fór fram á Ítalíu en Clooney greindi nýverið frá því að þar hefðu þau Amal kynnst fyrst. Clooney hefur verið við margar konur kenndur í gegnum tíðina og gjarna stimplaður af fjölmiðlum sem eilífðarpiparsveinn. En ekki lengur, nú er þessi eftirsóttasti piparsveinn í Hollywood genginn út og Alamuddin tilbúin að stela senunni. Alamuddin er lögfræðingur sem sérhæfir sig í mannréttindum. Hún hefur verið með skjólstæðinga á borð við Julian Assange hjá Wikileaks og Júlíu Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu. Hún er af líbönskum ættum, fædd í Beirút en flutti til London ásamt fjölskyldu sinni á áttunda áratugnum. Síðar fór hún til New York til að nema lögfræði og hefur leiðin legið upp á við síðan. Hún hefur meðal annars kennt lögfræði í háskólum vestanhafs og setið í nefndum á vegum Sameinuðu þjóðanna, þar sem réttindi kvenna og barna í stríðsátökum hafa verið henni hugleikin.Flott par.Ár er síðan þau Clooney sáust fyrst saman opinberlega og í apríl á þessu ári tilkynntu þau trúlofun sína vinum og vandamönnum í Los Angeles. Brúðkaup þeirra Clooneys vakti sem fyrr segir mikla athygli en um 100 gestir mættu til Feneyja og má þar nefna leikarann Matt Damon og þau Randy Gerber og Cindy Crawford sem eru sameiginlegir vinir nýgifta parsins. Fyrrverandi borgarstjóri í Róm og vinur Clooneys, Walter Veltroni, gaf parið saman og voru öll hótelherbergi í borginni uppbókuð í tengslum við brúðkaupið. Um 100 gestir voru í brúðkaupinu sem fór fram í Feneyjum um helgina. Nordicphotos/GettyClooney klæddist jakkafötum frá George Armani og Alamuddin fallegum blúndukjól frá Oscar De La Renta. Hún er strax byrjuð að vekja athygli fyrir óaðfinnanlegan stíl, enda elta ljósmyndarar parið á röndum þessa dagana, og tískuspekúlantar keppast við að hrósa henni í hástert.Amal Alamuddin var flott í röndóttum kjól eftir athöfnina.
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Rugluðust á Laufey og „Megan“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira