Leikskólastjórinn sagður hafa bundið barn í refsingarskyni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. september 2014 07:00 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu Foreldrar leikskólabarns á Kirkjubæjarklaustri hafa leitað til yfirvalda eftir að leikskólastjóri var sakaður um að hafa bundið barnið niður við stól með trefli þegar það átti bágt með að sitja kyrrt og vildi ekki borða mat. Um er að ræða Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Málið komst upp þegar annað barn á leikskólanum greindi foreldrum sínum frá því. Þeir upplýstu foreldra barnsins sem um ræðir um atvikið. Í kjölfarið gengu þeir á leikskólastjórann vegna atviksins sem neitaði að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Fréttablaðið ræddi í gærkvöldi við einstakling sem varð vitni að atvikinu og staðfesti hann lýsingu barnsins á því. Sá einstaklingur hafði samband við bæjaryfirvöld á Kirkjubæjarklaustri til að fá upplýsingar um hvernig hann ætti að snúa sér í málinu. Í kjölfarið ræddi hann við félagsmálayfirvöld og lýsti atvikinu sem um ræðir. Að sögn foreldra barnsins er málið komið í ferli hjá sveitarfélaginu og hafa þeir hitt félagsráðgjafa einu sinni vegna þess. Hvert framhald málsins verður er óljóst en foreldrarnir eiga von á að hitta félagsráðgjafann aftur í þessari viku. Leikskólastjórinn er enn að störfum við skólann. Í samtali við Fréttablaðið neitar hún að hafa bundið barnið niður og furðar sig á ásökunum um slíkt. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, þekkir ekki til málsins en segir það að reyra niður barn gangi gegn ákvæðum barnaverndarlaga. „Það er alveg ljóst að þetta er afar vond uppeldisaðferð. Þetta er refsing og það er kveðið á um það í lögum að allar refsingar, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar, eru refsiverðar. Það er ekki að tilefnislausu sem það er sett inn í lögin, allar svona aðferðir eru til þess fallnar að skaða barnið sálrænt og þetta eru uppeldisaðferðir sem eru fráleitar,“ segir hann. Bragi segir svona aðferðir hafa tíðkast hér á árum áður en hann hefði haldið að þetta myndi ekki sjást í dag. „Af og til koma upp svona tilvik þar sem starfsfólkið virðist vera ráðþrota í sínum störfum. Það getur verið að börnin sem í hlut eiga séu stjórnlaus og mjög erfitt að höndla þau en þetta er ekki aðferðin til að glíma við uppeldi barna. Það eru allt aðrar aðferðir sem eru viðurkenndar og bera árangur þannig að svona starfsaðferðir eru óásættanlegar,“ segir Bragi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Foreldrar leikskólabarns á Kirkjubæjarklaustri hafa leitað til yfirvalda eftir að leikskólastjóri var sakaður um að hafa bundið barnið niður við stól með trefli þegar það átti bágt með að sitja kyrrt og vildi ekki borða mat. Um er að ræða Heilsuleikskólann Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri. Málið komst upp þegar annað barn á leikskólanum greindi foreldrum sínum frá því. Þeir upplýstu foreldra barnsins sem um ræðir um atvikið. Í kjölfarið gengu þeir á leikskólastjórann vegna atviksins sem neitaði að nokkuð slíkt hefði átt sér stað. Fréttablaðið ræddi í gærkvöldi við einstakling sem varð vitni að atvikinu og staðfesti hann lýsingu barnsins á því. Sá einstaklingur hafði samband við bæjaryfirvöld á Kirkjubæjarklaustri til að fá upplýsingar um hvernig hann ætti að snúa sér í málinu. Í kjölfarið ræddi hann við félagsmálayfirvöld og lýsti atvikinu sem um ræðir. Að sögn foreldra barnsins er málið komið í ferli hjá sveitarfélaginu og hafa þeir hitt félagsráðgjafa einu sinni vegna þess. Hvert framhald málsins verður er óljóst en foreldrarnir eiga von á að hitta félagsráðgjafann aftur í þessari viku. Leikskólastjórinn er enn að störfum við skólann. Í samtali við Fréttablaðið neitar hún að hafa bundið barnið niður og furðar sig á ásökunum um slíkt. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, þekkir ekki til málsins en segir það að reyra niður barn gangi gegn ákvæðum barnaverndarlaga. „Það er alveg ljóst að þetta er afar vond uppeldisaðferð. Þetta er refsing og það er kveðið á um það í lögum að allar refsingar, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar, eru refsiverðar. Það er ekki að tilefnislausu sem það er sett inn í lögin, allar svona aðferðir eru til þess fallnar að skaða barnið sálrænt og þetta eru uppeldisaðferðir sem eru fráleitar,“ segir hann. Bragi segir svona aðferðir hafa tíðkast hér á árum áður en hann hefði haldið að þetta myndi ekki sjást í dag. „Af og til koma upp svona tilvik þar sem starfsfólkið virðist vera ráðþrota í sínum störfum. Það getur verið að börnin sem í hlut eiga séu stjórnlaus og mjög erfitt að höndla þau en þetta er ekki aðferðin til að glíma við uppeldi barna. Það eru allt aðrar aðferðir sem eru viðurkenndar og bera árangur þannig að svona starfsaðferðir eru óásættanlegar,“ segir Bragi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira