Fimmtungur háskólastúdína kvíðinn eða með þunglyndi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. september 2014 07:00 Samkvæmt rannsókninni leitar innan við þriðjungur þeirra sem upplifa vanlíðan sér faglegrar aðstoðar. Niðurstöður doktorsverkefnis Jóhönnu Bernharðsdóttur, lektors í geðhjúkrun við Háskóla Íslands, sýna að 22,5 prósent kvenstúdenta í háskóla glíma við vanlíðan í formi þunglyndiseinkenna og 21,2 prósent í formi kvíðaeinkenna. „Vanlíðanina má rekja til þess að nemendur eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu, fara í gegnum háskólanám og síðan ganga inn í fullorðinsárin,“ segir Jóhanna. „Þetta tímabil í lífinu getur skapað álag sem getur birst á þennan hátt.“ Jóhanna tekur fram að karlmenn glími að öllum líkindum einnig við vanlíðan vegna sömu orsaka en erlendar rannsóknir sýni að þessi birtingarmynd vanlíðanar sé algengari meðal kvenna en karla og því hafi hún eingöngu rannsakað konur. Jóhanna segir mikilvægt að grípa inn í þetta ferli og styðja betur við ungt fólk sem sé að takast á við marga flókna hluti í einu. „Við nútímafólk erum með marga bolta á lofti og ungt fólk þarf að læra betur að glíma við álagið sem getur fylgt því.“ „Ég myndi vilja auka samstarf heilbrigðisstétta við skólakerfið og efla skólahjúkrun í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum.“ Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor í geðhjúkrun við Háskóla Íslands.Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor í geðhjúkrun við Háskóla ÍslandsNiðurstöður rannsóknarinnar sýndu að innan við þriðjungur þeirra sem upplifðu sálræna vanlíðan fengu faglega aðstoð vegna þess. Í rannsókn sinni bauð Jóhanna hópnum með aukna sálræna vanlíðan upp á hópmeðferð sem byggist á hugrænni atferlismeðferð og sýndi meðferðin mjög góðan árangur. Jóhanna segir rannsóknina vera sterka vísbendingu um að slík meðferð ætti að standa íslenskum námsmönnum til boða innan háskólaheilsugæslu í náinni framtíð. „Ég myndi vilja auka samstarf heilbrigðisstétta við skólakerfið og efla skólahjúkrun í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum. Ef þessum þætti í lífi námsmanna er sinnt betur og fyrr þá er hægt að vinna gegn einkennum sem síðar geta orðið alvarlegri.“ Meirihluti stúdentanna sem glímdu við vanlíðan í rannsókn Jóhönnu fékk ekki faglega aðstoð vegna tímaskorts, fjárhags eða þeir vissu ekki hvert ætti að leita. Jóhanna segir skólahjúkrunarfræðinga hafa greiðan aðgang að nemendunum og þjónustan sé nærtæk, því sé hægt að vinna mikilvægt forvarnarstarf á öllum námsstigum. „Það er fullkomlega eðlilegt að líða illa einhvern tímann á lífsleiðinni,“ segir Jóhanna en ítrekar að það þurfi að kenna ungu fólki að takast betur á við það og auka eigin styrk.Mikilvægast að hafa áhuga á náminu Komur til náms- og starfsráðgjafa Háskóla Íslands voru tæplega sjö þúsund í fyrra. Sjö ráðgjafar sinna starfinu og einn sálfræðingur. Hildur Katrín Rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við HÍ, segir mikilvægast að áhuginn sé drifkrafturinn í námi. „Það skapast vandi þegar nemendur hafa engan áhuga á námi sínu heldur velja fag vegna þrýstings eða atvinnumöguleika,“ segir Hildur. Vegna breytinga á vinnumarkaði sé ekki gulltryggt lengur að fá störf að loknu námi. „Ef þú hefur engan áhuga á náminu og sérð ekki notagildið eða starfsmöguleika að námi loknu getur það valdið vanlíðan í náminu.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Niðurstöður doktorsverkefnis Jóhönnu Bernharðsdóttur, lektors í geðhjúkrun við Háskóla Íslands, sýna að 22,5 prósent kvenstúdenta í háskóla glíma við vanlíðan í formi þunglyndiseinkenna og 21,2 prósent í formi kvíðaeinkenna. „Vanlíðanina má rekja til þess að nemendur eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu, fara í gegnum háskólanám og síðan ganga inn í fullorðinsárin,“ segir Jóhanna. „Þetta tímabil í lífinu getur skapað álag sem getur birst á þennan hátt.“ Jóhanna tekur fram að karlmenn glími að öllum líkindum einnig við vanlíðan vegna sömu orsaka en erlendar rannsóknir sýni að þessi birtingarmynd vanlíðanar sé algengari meðal kvenna en karla og því hafi hún eingöngu rannsakað konur. Jóhanna segir mikilvægt að grípa inn í þetta ferli og styðja betur við ungt fólk sem sé að takast á við marga flókna hluti í einu. „Við nútímafólk erum með marga bolta á lofti og ungt fólk þarf að læra betur að glíma við álagið sem getur fylgt því.“ „Ég myndi vilja auka samstarf heilbrigðisstétta við skólakerfið og efla skólahjúkrun í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum.“ Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor í geðhjúkrun við Háskóla Íslands.Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor í geðhjúkrun við Háskóla ÍslandsNiðurstöður rannsóknarinnar sýndu að innan við þriðjungur þeirra sem upplifðu sálræna vanlíðan fengu faglega aðstoð vegna þess. Í rannsókn sinni bauð Jóhanna hópnum með aukna sálræna vanlíðan upp á hópmeðferð sem byggist á hugrænni atferlismeðferð og sýndi meðferðin mjög góðan árangur. Jóhanna segir rannsóknina vera sterka vísbendingu um að slík meðferð ætti að standa íslenskum námsmönnum til boða innan háskólaheilsugæslu í náinni framtíð. „Ég myndi vilja auka samstarf heilbrigðisstétta við skólakerfið og efla skólahjúkrun í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum. Ef þessum þætti í lífi námsmanna er sinnt betur og fyrr þá er hægt að vinna gegn einkennum sem síðar geta orðið alvarlegri.“ Meirihluti stúdentanna sem glímdu við vanlíðan í rannsókn Jóhönnu fékk ekki faglega aðstoð vegna tímaskorts, fjárhags eða þeir vissu ekki hvert ætti að leita. Jóhanna segir skólahjúkrunarfræðinga hafa greiðan aðgang að nemendunum og þjónustan sé nærtæk, því sé hægt að vinna mikilvægt forvarnarstarf á öllum námsstigum. „Það er fullkomlega eðlilegt að líða illa einhvern tímann á lífsleiðinni,“ segir Jóhanna en ítrekar að það þurfi að kenna ungu fólki að takast betur á við það og auka eigin styrk.Mikilvægast að hafa áhuga á náminu Komur til náms- og starfsráðgjafa Háskóla Íslands voru tæplega sjö þúsund í fyrra. Sjö ráðgjafar sinna starfinu og einn sálfræðingur. Hildur Katrín Rafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi við HÍ, segir mikilvægast að áhuginn sé drifkrafturinn í námi. „Það skapast vandi þegar nemendur hafa engan áhuga á námi sínu heldur velja fag vegna þrýstings eða atvinnumöguleika,“ segir Hildur. Vegna breytinga á vinnumarkaði sé ekki gulltryggt lengur að fá störf að loknu námi. „Ef þú hefur engan áhuga á náminu og sérð ekki notagildið eða starfsmöguleika að námi loknu getur það valdið vanlíðan í náminu.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira