Heima(ey) er best Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. ágúst 2014 06:30 Jonathan Glenn var fyrstur í tíu mörkin. Vísir/Andri Marinó Jonathan Glenn, Trínidadinn í liði ÍBV, heldur áfram að fara á kostum í Pepsi-deild karla í fótbolta, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Þór á sunnudagskvöldið og er leikmaður 17. umferðar hjá Fréttablaðinu. „Það er auðvitað alltaf gott að vinna. Þetta var ekki fallegur sigur, en við fögnum þremur stigum og vonandi heldur þetta áfram,“ sagði Glenn þegar blaðamaður náði loks tali af honum í gær í gegnum þriðja aðila. Glenn er nefnilega eins og Magnús og Eyjólfur í skaupinu 1985; ekki með neinn síma. Þessi glaðbeitti og hugljúfi markahrókur er nú búinn að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni og er sá fyrsti sem skorar tug marka fyrir 1. september í þrjú ár. „Þetta byrjaði erfiðlega, en strákarnir í liðinu hafa hjálpað mér mikið að aðlagast. Gengi liðsins hefur verið upp og niður, en mér hefur gengið í heildina mjög vel og fyrir það er ég öllum þakklátum sem hafa hjálpað mér. Ég er mjög stoltur af því að vera búinn að skora tíu mörk og vonandi get ég haldið áfram að skora og hjálpað liðinu,“ sagði Glenn. Níu af tíu mörkum Glenns skoraði hann á Hásteinsvelli, en í heildina hefur hann skorað tólf af þrettán mörkum sínum í deild og bikar á heimavelli. Honum líður svo sannarlega best heima á Heimaey. „Mér var bent á þetta nýlega, en sjálfur áttaði ég mig ekki á þessu. Ég vil skora alls staðar þannig þetta er bara tilviljun,“ sagði hann og hló. Eyjamenn eru komnir í sjöunda sætið, fimm stigum frá falli. Glenn segir liðið ekki halda sig sloppið. „Við viljum halda áfram að bæta okkur og vinna fótboltaleiki. Við pælum ekki of mikið í fallbaráttunni, en vitum að við megum ekki misstíga okkur.“ Glenn hefur nú búið í Vestmannaeyjum í rúma fimm mánuði, en hann átti áður heima í stórborginni Jacksonville í Bandaríkjunum. Honum hefur gengið vel að aðlagast eyjunni. „Maður verður bara að venjast breyttum aðstæðum. Ég er svo léttur í lund alltaf og lífsglaður þannig mér finnst bara gaman að takast á við svona hluti,“ sagði Jonathan Glenn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Jonathan Glenn, Trínidadinn í liði ÍBV, heldur áfram að fara á kostum í Pepsi-deild karla í fótbolta, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Þór á sunnudagskvöldið og er leikmaður 17. umferðar hjá Fréttablaðinu. „Það er auðvitað alltaf gott að vinna. Þetta var ekki fallegur sigur, en við fögnum þremur stigum og vonandi heldur þetta áfram,“ sagði Glenn þegar blaðamaður náði loks tali af honum í gær í gegnum þriðja aðila. Glenn er nefnilega eins og Magnús og Eyjólfur í skaupinu 1985; ekki með neinn síma. Þessi glaðbeitti og hugljúfi markahrókur er nú búinn að skora tíu mörk í Pepsi-deildinni og er sá fyrsti sem skorar tug marka fyrir 1. september í þrjú ár. „Þetta byrjaði erfiðlega, en strákarnir í liðinu hafa hjálpað mér mikið að aðlagast. Gengi liðsins hefur verið upp og niður, en mér hefur gengið í heildina mjög vel og fyrir það er ég öllum þakklátum sem hafa hjálpað mér. Ég er mjög stoltur af því að vera búinn að skora tíu mörk og vonandi get ég haldið áfram að skora og hjálpað liðinu,“ sagði Glenn. Níu af tíu mörkum Glenns skoraði hann á Hásteinsvelli, en í heildina hefur hann skorað tólf af þrettán mörkum sínum í deild og bikar á heimavelli. Honum líður svo sannarlega best heima á Heimaey. „Mér var bent á þetta nýlega, en sjálfur áttaði ég mig ekki á þessu. Ég vil skora alls staðar þannig þetta er bara tilviljun,“ sagði hann og hló. Eyjamenn eru komnir í sjöunda sætið, fimm stigum frá falli. Glenn segir liðið ekki halda sig sloppið. „Við viljum halda áfram að bæta okkur og vinna fótboltaleiki. Við pælum ekki of mikið í fallbaráttunni, en vitum að við megum ekki misstíga okkur.“ Glenn hefur nú búið í Vestmannaeyjum í rúma fimm mánuði, en hann átti áður heima í stórborginni Jacksonville í Bandaríkjunum. Honum hefur gengið vel að aðlagast eyjunni. „Maður verður bara að venjast breyttum aðstæðum. Ég er svo léttur í lund alltaf og lífsglaður þannig mér finnst bara gaman að takast á við svona hluti,“ sagði Jonathan Glenn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus Sport „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira