Grétar Sigfinnur og Jónas Guðni í góðan hóp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2014 07:00 Vísir/Andri Marinó Bikarsaga KR-inga varð enn glæsilegri á laugardaginn þegar félagið vann bikarmeistaratitilinn í fjórða sinn frá árinu 2008 og í fjórtánda sinn frá upphafi eftir 2-1 sigur á Keflavík. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og í öðrum bikarúrslitaleiknum á þremur árum kom Vesturbæjarliðið til baka eftir að hafa lent undir í byrjun leiks. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði Kjartan Henry við Vísi eftir leik en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna,“ sagði Kjartan. Sigurmark Kjartans sá til þess að Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Jónas Guðni Sævarsson unnu báðir sinn fimmta bikarúrslitaleik í Laugardalnum og jöfnuðu met. Því höfðu aðeins sjö menn náð áður eða þeir Árni Sveinsson, Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson, Guðmundur Steinsson, Pétur Ormslev, Steinar Adolfsson og Sveinbjörn Hákonarson. „Það er gaman að vinna þann fimmta. Okkur hefur gengið vel í titlasöfnun með KR og svo vann ég einn með Val. Svo fór ég líka í undanúrslit einu sinni með Víkingi þannig að bikarsaga mín er ágæt,“ sagði Grétar Sigfinnur sem jafnaði metin eftir að Hörður Sveinsson kom Keflavík í 1-0. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einnig búinn að vinna stóran titil á fjórum tímabilum í röð og því hefur enginn þjálfari KR náð í 85 ár eða síðan Guðmundur Ólafsson gerði KR að Íslandsmeisturum frá 1926 til 1929.Fimm bikarmeistaratitlar í Laugardalnum5 Árni Sveinsson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 1986 (varamaður)5 Bjarni Sigurðsson Varamarkvörður hjá ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með Val 1990 með Val 1991 með Val 19925 Guðjón Þórðarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Guðmundur Steinsson með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Pétur Ormslev með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Steinar Adolfsson Varamaður hjá Val 1988 með Val 1990 með Val 1991 með Val 1992 með KR 1995 með ÍA 1996 5 Sveinbjörn Hákonarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Grétar Sigfinnur Sigurðarson með Val 2005 með KR 2008 með KR 2011 með KR 2012 með KR 20145 Jónas Guðni Sævarsson með Keflavík 2004 með Keflavík 2006 með KR 2008 með KR 2012 (varamaður) með KR 2014 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Bikarsaga KR-inga varð enn glæsilegri á laugardaginn þegar félagið vann bikarmeistaratitilinn í fjórða sinn frá árinu 2008 og í fjórtánda sinn frá upphafi eftir 2-1 sigur á Keflavík. Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og í öðrum bikarúrslitaleiknum á þremur árum kom Vesturbæjarliðið til baka eftir að hafa lent undir í byrjun leiks. „Það var alger draumur að ná að klára þetta svona,“ sagði Kjartan Henry við Vísi eftir leik en minnstu munaði að Jonasi Sandqvist, markverði Keflavíkur, tækist að verja skot Kjartans. „Ég er nú búinn að vera að grínast með það að ég hefði viljað njóta þess að sjá boltann fara löturhægt yfir línuna,“ sagði Kjartan. Sigurmark Kjartans sá til þess að Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Jónas Guðni Sævarsson unnu báðir sinn fimmta bikarúrslitaleik í Laugardalnum og jöfnuðu met. Því höfðu aðeins sjö menn náð áður eða þeir Árni Sveinsson, Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson, Guðmundur Steinsson, Pétur Ormslev, Steinar Adolfsson og Sveinbjörn Hákonarson. „Það er gaman að vinna þann fimmta. Okkur hefur gengið vel í titlasöfnun með KR og svo vann ég einn með Val. Svo fór ég líka í undanúrslit einu sinni með Víkingi þannig að bikarsaga mín er ágæt,“ sagði Grétar Sigfinnur sem jafnaði metin eftir að Hörður Sveinsson kom Keflavík í 1-0. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, er einnig búinn að vinna stóran titil á fjórum tímabilum í röð og því hefur enginn þjálfari KR náð í 85 ár eða síðan Guðmundur Ólafsson gerði KR að Íslandsmeisturum frá 1926 til 1929.Fimm bikarmeistaratitlar í Laugardalnum5 Árni Sveinsson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 1986 (varamaður)5 Bjarni Sigurðsson Varamarkvörður hjá ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með Val 1990 með Val 1991 með Val 19925 Guðjón Þórðarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Guðmundur Steinsson með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Pétur Ormslev með Fram 1979 með Fram 1980 með Fram 1985 með Fram 1987 með Fram 19895 Steinar Adolfsson Varamaður hjá Val 1988 með Val 1990 með Val 1991 með Val 1992 með KR 1995 með ÍA 1996 5 Sveinbjörn Hákonarson með ÍA 1978 með ÍA 1982 með ÍA 1983 með ÍA 1984 með ÍA 19865 Grétar Sigfinnur Sigurðarson með Val 2005 með KR 2008 með KR 2011 með KR 2012 með KR 20145 Jónas Guðni Sævarsson með Keflavík 2004 með Keflavík 2006 með KR 2008 með KR 2012 (varamaður) með KR 2014
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira